Skip to main content

Lífeindafræði

Lífeindafræði

120 einingar - MS gráða

. . .

MS-nám í lífeindafræði veitir nemendum fræðilega, hagnýta og aðferðafræðilega þekkingu til að geta tekist á við fjölbreytileg rannsóknastörf á flestum gerðum rannsóknastofa í lífvísindum. Að loknu MS-prófi hafa nemendur kost á rannsóknatengdu doktorsnámi.

Um námið

MS-nám í lífeindafræði er 120 eininga tveggja ára fræðilegt og rannsóknatengt nám.  Fyrra árið er 60 eininga diplómanám sem veitir starfsréttindi lífeindafræðings og á seinna árinu er unnið að 60 eininga rannsóknaverkefni. 

MS-gráða veitir rétt til að sækja um doktorsnám.

Nánar um námið í kennsluskrá HÍ.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BS próf í lífeindafræði eða sambærilegt próf. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki einkunnina 6,5 eða hærri.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Lífeindafræðingar eru fólkið á bak við tjöldin. Þeir vinna sýni og senda niðurstöður til lækna sem ákveða meðferð. Lífeindafræðingar eru helst sýnilegir við blóðsýnatökur en það er langt frá því það eina sem þeir fást við. Lífeindafræðingar fást meðal annars við þjónusturannsóknir, vísindarannsóknir og tækniþróun.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

  • Heilbrigðisstofnanir
  • Matvælafyrirtæki
  • Lyfjafyrirtæki
  • Snyrtivörufyrirtæki
  • Líftæknifyrirtæki
  • Stóriðnaður 
  • Sjálfstæðar rannsóknastofur 

Félagslíf

FLOG félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands er sameiginlegt nemendafélag námsbrauta í lífeindafræði og geislafræði. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, t.d. nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum.

Facebook síða FLOG

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Lífeindafræðin á Facebook