
Lífefnafræði
120 einingar - MS gráða
. . .
Tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í lífefnafræði.
Námið er 120 einingar og er fullgilt próf til prófgráðunnar magister scientiarum, MS.
Umfang rannsóknaverkefnis skal vera 60 eða 90 einingar.
Fyrir nemendur

Um námið
Markmið námsins er að nemandinn hafi mikilvæga vitneskju um vandamál og viðfangsefni, byggða á nýjustu upplýsingum og rannsóknum á sviði lífefnafræði.
Í náminu gefst nemendum tækifæri til að starfa að rannsóknarverkefnum undir handleiðslu leiðbeinanda við námsbrautina.
Nemendur geta valið á milli þess að taka 90 eininga rannsóknarverkefni og 30 einingar í námskeiðum, eða 60 eininga rannsóknarverkefni og 60 einingar í námskeiðum.
- Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja MS-nám. Til að hægt sé að samþykkja umsókn þarf að fást leiðbeinandi MS verkefnis úr hópi fastra starfsmanna.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.