Skip to main content

Líf- og læknavísindi

Líf- og læknavísindi

120 einingar - MS gráða

. . .

Viltu dýpka þekkingu þína á völdu fræðasviði líf- og læknavísinda? Viltu auka færni þína í rannsóknastörfum og vísindalegum vinnubrögðum? Kynntu þér MS nám í líf- og læknavísindum. 

Um námið

MS nám í líf- og læknavísindum er 120e, tveggja ára rannsóknatengt, fræðilegt og verklegt framhaldsnám.

Námið felur í sér:

  • Námskeið (30 eða 60e)
  • Meistaraverkefni (60 eða 90e)

Nánar um námið í kennsluskrá.

Markmið námsins

Að breikka og dýpka þekkingu á ákveðnu fræðasviði innan heilbrigðisvísinda og rannsóknaraðferðum sem þar er beitt.

Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd mælinga og rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna og kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BS próf frá Háskóla Íslands, eða sambærilegt próf, sem að jafnaði var lokið með einkunn 6,5 eða hærri.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

  • getur nemandi hannað, skipulagt, þróað og framkvæmt mælingar og tilraunir á sínu sérsviði
  • getur nemandi skilgreint rannsóknaviðfangsefni með sjálfstæðum og faglegum hætti og sett fram rannsóknaspurningar og tilgátur
  • hefur nemandi þróað með sér nauðsynlega námshæfni, gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð til að geta tekist á hendur doktorsnám
Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Meistaranám í líf- og læknavísindum veitir rétt til þess að sækja um þriggja ára (180e) doktorsnám.

Félagslíf

Helix er félag fyrir framhaldsnema í lífvísindum.

Félagsmenn í Helix koma frá mörgum mismunandi stöðum, t.d.: Háskóla Íslands, Íslenskri erfðagreiningu (Decode), Keldum, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Rannsóknarstofu í kerfislíffræði, Raunvísindastofnun, Rannsóknastofnun í lyfja- og eiturefnafræði, Blóðbankanum, Læknagarði og fleirum.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881   Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga kl. 10-16

Upplýsingar um skrifstofur og starfsfólk