
Líf- og læknavísindi
120 einingar - MS gráða
Viltu dýpka þekkingu þína á völdu fræðasviði líf- og læknavísinda? Viltu auka færni þína í rannsóknastörfum og vísindalegum vinnubrögðum? Kynntu þér MS nám í líf- og læknavísindum.

Um námið
MS nám í líf- og læknavísindum er 120e, tveggja ára rannsóknatengt, fræðilegt og verklegt framhaldsnám.
Námið felur í sér:
- Námskeið (30 eða 60e)
- Meistaraverkefni (60 eða 90e)

Markmið námsins
Að breikka og dýpka þekkingu á ákveðnu fræðasviði innan heilbrigðisvísinda og rannsóknaraðferðum sem þar er beitt.
Í náminu felst undirbúningur og framkvæmd mælinga og rannsókna, úrvinnsla og túlkun niðurstaðna og kynning og rökræður á eigin rannsóknum í samhengi við þekkingu á fræðasviðinu.
BS próf frá Háskóla Íslands, eða sambærilegt próf, sem að jafnaði var lokið með einkunn 6,5 eða hærri.

Að námi loknu
- getur nemandi hannað, skipulagt, þróað og framkvæmt mælingar og tilraunir á sínu sérsviði
- getur nemandi skilgreint rannsóknaviðfangsefni með sjálfstæðum og faglegum hætti og sett fram rannsóknaspurningar og tilgátur
- hefur nemandi þróað með sér nauðsynlega námshæfni, gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð til að geta tekist á hendur doktorsnám
Framhaldsnám
Meistaranám í líf- og læknavísindum veitir rétt til þess að sækja um þriggja ára (180e) doktorsnám.

Félagslíf
Helix er félag fyrir framhaldsnema í lífvísindum.
Félagsmenn í Helix koma frá mörgum mismunandi stöðum, t.d.: Háskóla Íslands, Íslenskri erfðagreiningu (Decode), Keldum, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Rannsóknarstofu í kerfislíffræði, Raunvísindastofnun, Rannsóknastofnun í lyfja- og eiturefnafræði, Blóðbankanum, Læknagarði og fleirum.
Hafðu samband
Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881 Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is
Opið alla virka daga 10:00-16:00
