Leikskólakennarafræði, M.Ed. | Háskóli Íslands Skip to main content

Leikskólakennarafræði, M.Ed.

Leikskólakennarafræði

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

M.Ed. í leikskólakennarafræði er fræðilegt og starfstengt meistaranám sem er skipulagt með hliðsjón af lögum um leikskóla, aðalnámskrá og starfsvettvangi leikskólakennara. Fræðilegt nám og vettvangsnám er samþætt og tengt starfendarannsóknum í leikskólum. Námið er ætlað þeim sem hafa lokið B.Ed.-prófi í leikskólakennarafræði. 

Launað starfsnám og eitt leyfisbréf

Kennaranemar í leik- og grunnskólakennaranámi geta verið í 50% launuðu starfsnámi á lokaári sínu og þeir sem velja M.Ed. leið skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð. Allir kennaranemar útskrifast með leyfisbréf með heimild til kennslu á þremur skólastigum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

B.Ed. próf í leikskólakennarafræði með fyrstu einkunn (7,25) eða hærra.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Meistaragráða veitir rétt til að sækja um leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari. Með sérstöku vali geta nemendur að auki fengið heimild til að kenna í yngstu bekkjum grunnskóla. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla í leikskólum
  • Leiðtogastörf í leikskólum
  • Skipulagning uppeldis- og menntastarfs
  • Stjórnun menntastofnana

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Kennslufræði yngri barna í grunnskóla, M.Ed.Uppeldis- og menntunarfræði, MAÞroskaþjálfafræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
Kennslufræði yngri barna í grunnskóla, M.Ed.Uppeldis- og menntunarfræði, MA
Þroskaþjálfafræði

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Fyrirspurnum um nám í deildinni skal beina til Bryndísar Garðarsdóttur deildarstjóra Deild kennslu- og menntunarfræði

netfang: bryngar[hja]hi.is, símanr. 525 5342