Leikskólafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Leikskólafræði

Leikskólafræði

120 einingar - Grunndiplóma

. . .

Vilt þú hafa áhrif á framtíðina? Leikskólakennarafræði er tveggja ára diplómanám. Námið er krefjandi og áhugavert og býður upp á tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýrra kynslóða. Nemendur öðlast víðtæka þekkingu á því sem snertir veruleika barna, öðlast þjálfun í samvinnu við börn og eru búnir undir dagleg störf í leikskólum.

Um námið

Leikskólafræði er tveggja ára fræðilegt og starfstengt diplómanám. Námið tekur mið af aðalnámskrá leikskóla, lögum um leikskóla og starfsvettvangi leikskólakennara. Fræðilegt nám og vettvangsnám er samþætt á námsleiðinni. Allir nemendur fá leikskóla sem sinn heimaskóla þar sem þeir stunda vettvangsnám á námstímanum.

Nánar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Aðgangur að frekara námi

Þeir sem ljúka grunndiplómu í leikskólafræði fá starfsheitið aðstoðarleikskólakennari. Að námi loknu geta nemendur einnig sótt um áframhaldandi nám til bakkalárgráðu í leikskólakennarafræði.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Störf í leikskólum

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Fyrirspurnum um nám í deildinni skal beina til Bryndísar Garðarsdóttur deildarstjóra Deild kennslu- og menntunarfræði

netfang: bryngar[hja]hi.is, símanr. 525 5342