Laust starf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laust starf

Verkefnastjóri við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Heilbrigðisvísindasvið - HI18060031

Hefur þú áhuga á lifandi og fjölbreyttu starfi í háskólaumhverfi?

Miðstöð í lýðheilsuvísindum auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra.

Leitað er að metnaðarfullum og sveigjanlegum einstaklingi í starf sem hefur það markmið að efla þjónustu og stuðning við nemendur og kennara.

Starfssvið

•         Þjónusta og upplýsingagjöf í tengslum við meistara- og doktorsnám
•         Umsýsla í tengslum við kennslu, s.s. stofubókanir, stundaskrárgerð, prófahald o.fl.
•         Umsjón með umsóknum og námsferlum nemenda
•         Verkefni í tengslum við daglegan rekstur
•         Verkefni í tengslum við vef- og kynningarmál
•         Ýmis önnur fjölbreytt verkefni

Hæfniskröfur

•         Háskólapróf sem nýtist í starfi
•         Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
•         Afbragðs samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
•         Rík þjónustulund
•         Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
•         Góð ritfærni og færni í miðlun og framsetningu upplýsinga á íslensku og ensku
•         Reynsla af störfum í háskólaumhverfi er kostur

Umsóknaferli

Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 1. september nk., eða skv. nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I.        Ferilskrá
II.       Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III.      Staðfest afrit af prófskírteinum
IV.      Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum verður tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt innan Háskólans  í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Miðstöð í lýðheilsuvísindum er rannsóknarstofnun á sviðum lýðheilsu og umsjónaraðili þverfræðilegs meistara- og doktorsnáms í lýðheilsuvísindum. Þar eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á heimsmælikvarða, í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila. Við miðstöðina starfa um 30 starfsmenn sem flestir eru til húsa að Sturlugötu 8 í Reykjavík.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018

Tengiliðir

Nánari upplýsingar veitir Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum (arnah@hi.is).


Netspjall