Laust starf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laust starf

Nýdoktor til rannsókna á sviði hreyfivísinda við námsbraut í sjúkraþjálfun, Heilbrigðisvísindasvið - HI18060130

Leitað er eftir hæfileikaríkum og áhugasömum nýdoktor í starf við rannsóknir á sviði hreyfivísinda. 


Starfssvið

Ábyrgðarmaður rannsókna er Kristín Briem, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. 
Rannsóknirnar beinast aðallega að áhættuþáttum hnjámeiðsla. Ætlast er til að nýdoktorinn taki þátt í gagnaöflun, en leggi áherslu á að leggja fram tilgátur og prófi þær með úrvinnslu og greiningu gagna. Starfið felur einnig í sér skrif handrita til birtingar í vísindatímaritum og kynningu niðurstaðna á innlendum og erlendum ráðstefnum. Nýdoktorinn mun jafnframt taka þátt í að leiðbeina meistara- og doktorsnemum og skrifum á styrkumsóknum. Vinnan fer fram í þverfaglegu og alþjóðlegu rannsóknarumhverfi. 

Hæfniskröfur

Við leitum eftir umsækjendum með doktorsgráðu (Ph.D.) á sviði hreyfivísinda eða sambærilegu sviði, með viðeigandi birtingarsögu (einnig greinar sem fyrsti höfundur). Umsækjandi þarf þannig að hafa sterkan grunn í líffæra- og lífaflfræði, og viðeigandi reynslu hvað varðar notkun tækja og hugbúnaðar til mælinga og úrvinnslu á slíkum rannsóknargögnum. Reynsla á sviði sjúkraþjálfunar er kostur. Umsækjendur verða að hafa góða samskiptahæfileika á ensku, bæði hvað varðar talað mál og akademísk skrif. 

Umsóknaferli

Vinsamlega sækið um starfið á heimasíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Umsækjendur skulu senda ferilskrá sína, auk bréfs sem tilgreinir rannsóknarreynslu þeirra, lista yfir birtingar, markmið í starfi, auk nafna, síma og netfanga tveggja akademískra meðmælenda.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Staðan er styrkt í tvö ár af Rannsóknarsjóði Vísinda- og tækniráðs og eru laun greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst, eftir nánara samkomulagi.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2018

Tengiliðir

Vinsamlega hafið samband við Kristínu Briem ef óskað er frekari upplýsinga (kbriem@hi.is).


Netspjall