Laust starf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laust starf

Doktorsnemi við Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs - HI18060122

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna með alþjóðlegu rannsóknateymi að kvörðun og rannsókn á uppruna lífmerkisins brGDGT í íslenskum jarðvegi og vatnaseti og tengingu þess við þróun hitastigs á nútíma (síðustu 11500 ára). Verkefnið byggir á söfnun sýna úr bæði jarðvegssniðum og stöðuvatnaseti með það fyrir augum að byggja upp sérstakan viðmiðunarkvarða fyrir íslenskar aðstæður. Þetta er mikilvægur þáttur í stærra verkefni sem unnið er í samvinnu við vísindamenn við Háskólann í Colorado Boulder og hefur það að markmiði að ná fram magnbundnum upplýsingum um þróun hitafars á Íslandi á nútíma.

Starfssvið

Verkefnið hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands til þriggja ára.  Miðað er við að verkefnið hefjist 1. september 2018, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Doktorsverkefnið byggir á samstarfssamningi um tvíhliða doktorsgráðu frá Háskóla Íslands og University of Colorado, Boulder.  Doktorsnemandinn mun skipta námstíma sínum á milli háskólanna tveggja. Verkefnið býður upp á þverfaglegt og alþjóðlegt rannsóknaumhverfi. 
 
Nemandinn mun vinna undir leiðsögn Áslaugar Geirsdóttur og rannsóknateymis hennar auk vísindamanna við University of Colorado, Boulder (Gifford H. Miller, Julio Sepúlveda).

Hæfniskröfur

•         Meistarapróf eða samsvarandi í jarðfræði, efnafræði, líf- og jarðefnafræði eða skyldum greinum.
•         Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af útivinnu við jarðfræðirannsóknir.
•         Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af vísindastörfum á rannsóknastofu í líf- og jarðefnafræði.
•         Góð tölvufærni.
•         Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
•         Góð samskiptahæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
•         Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám við Verkfræði- og náttúruvísindasvið og University of Colorado.

Umsóknaferli

Vinsamlegast skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
•         Stuttu bréfi (ekki lengra en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir hvernig hann/hún uppfyllir skilyrði umsóknarinnar, áhuga fyrir verkefninu og hvað hann/hún getur lagt af mörkum til þess.
•         Ferilskrá
•         Staðfest afrit af prófskírteini (BSc og MSc) og einkunnadreifingu.
•         Yfirlit um birt efni umsækjanda, ef það á við.
•         Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar britingar sem við eiga.
•         Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælenda og lýsing á tengslum þeirra við umsækjanda

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags Háskólakennara og fjármálaráðherra.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Laun eru í samræmi við veittan styrk og skv. kjarasamningi viðeigandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og  150 í doktorsnámi.  Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 30. júlí 2018

Tengiliðir

Frekari upplýsinga skal leita hjá Áslaugu Geirsdóttur (age@hi.is)


Netspjall