Laust starf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laust starf

Verkefnastjóri kennslumála við Lyfjafræðideild Heilbrigðisvísindasviðs - HI18060064

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra hjá Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. 

Um er að ræða spennandi og krefjandi starf í tengslum við umsýslu, mótun og uppbyggingu náms og kennslu við deildina. Verkefnastjórinn mun í þessu samhengi sjá um ýmis stjórnsýslustörf sem tengjast framangreindum málaflokkum.

Verkefnastjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Lyfjafræðideildar í Haga við Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík. Hann vinnur undir stjórn deildarforseta og er í náinni samvinnu við kennara deildarinnar, deildarstjóra og skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs.

Starfssvið

• Utanumhald og þróun ýmissa verkefni á sviði kennslumála.
• Þjónusta og upplýsingagjöf í tengslum við nám í deildinni.
• Skipulagning námsára, þ.m.t. stundatöflugerð, umsjón með námsferlum nemenda og prófum.
• Umsýsla vegna framhaldsnámsumsókna, framhaldsnema, meistaraverkefna og meistaraprófsvarna.
• Kennsla í grunnnámi. 
• Undirbúningur fyrir fundi, fundarseta og eftirfylgni við ýmis mál.
• Vef- og kynningarmál í samstarfi við deildarstjóra.
• Ýmis tilfallandi verkefni er lúta að kennslumálum í samráði við deildarforseta.

Hæfniskröfur

• Meistarapróf í lyfjafræði eða annað nám sem nýtist í starfinu.
• Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig lokið námi í kennslufræði og/eða verkefnastjórnun.
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
• Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
• Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjugnar á því sviði.
• Reynsla af störfum í skólaumhverfi telst kostur.

Umsóknaferli

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í ágúst 2018, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2018

Tengiliðir

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hákon Hrafn Sigurðsson, forseti Lyfjafræðideildar (hhs@hi.is / s. 525 5821).


Netspjall