Laust starf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laust starf

Doktorsnemi við Jarðvísindadeild - HI18050134

Auglýst er eftir doktorsnema til að vinna að rannsóknum í jöklajarðfræði og landmótun innan rannsóknarverkefnisins PiNEIce (Palaeo-ice streams in NE-Iceland), sem snýr að jarðfræðilegum ummerkjum, virkni og hörfun fornra ísstrauma á Norðausturlandi. Verkefnið byggir á kortlagningu landforma og setlaga og aldursgreiningum með það fyrir augum að skilja betur hegðun og virkni ísaldarjökulsins yfir Íslandi.
Verkefnið hefur hlotið styrk úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Miðað er við að verkefnið hefjist 1. september, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Starfssvið

Doktorsverkefnið verður unnið við Jarðvísindadeild og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem býður upp á spennandi og alþjóðlegt rannsóknaumhverfi.
Neminn mun vinna undir leiðsögn Ólafs Ingólfssonar og Ívars Arnar Benediktssonar, og vera hluti af rannsóknateymi þeirra. Að verkefninu koma einnig vísindamenn frá British Geological Survey (Bretlandi), Heimskautaháskólanum í Tromsö (Noregi), Iowaháskóla (Bandaríkjunum) og háskólanum í New Hampshire (Bandaríkjunum).

Hæfniskröfur

Við leitum að öflugum og áhugasömum nemanda sem hefur metnað til að skara fram úr á sviði jöklajarðfræði. Hæfniskröfurnar eru:
•           Meistarapróf í jarðfræði eða eðlisrænni landfræði, með áherslu á jöklajarðfræði og kvarterjarðfræði. 
•           Reynsla og kunnátta í fjarkönnun er æskileg.
•           Reynsla af útivinnu við jarðfræðirannsóknir.
•           Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
•           Góð samskiptahæfni og geta til að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði.
•           Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám við Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

Umsóknaferli

Eftirfarandi gögnum skal skilað með umsókn:
•           Stutt bréf (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir því hvernig hann uppfyllir skilyrði umsóknarinnar, áhuga fyrir verkefninu, og hvað hann getur lagt af mörkum til þess.
•           Ferilskrá.
•           Staðfest afrit af prófskírteinum (BSc og MSc) og einkunnadreifingu.
•           Yfirlit um birt efni umsækjanda, ef það á við.
•           PDF útgáfu af meistararitgerð sinni, sem og öðrum birtum ritverkum, ef við eiga.
•           Umsækjandi þarf að sjá til þess að tveir meðmælendur sendi umsagnir, ásamt lýsingu á tengslum þeirra við umsækjandann, til Ólafs Ingólfssonar (oi@hi.is) og Ívars Arnar Benediktssonar (ivarben@hi.is) fyrir lok umsóknarfrests.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags Háskólakennara og fjármálaráðherra.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi.  Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2018

Tengiliðir

Ólafur Ingólfsson (oi@hi.is) og Ívar Örn Benediktsson (ivarben@hi.is) veita frekari upplýsingar. 


Netspjall