Skip to main content

Laust starf

Dósent í efnaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild - HI18010162

Laust er til umsóknar fullt starf dósents í efnaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Starfskyldur dósents eru kennsla, rannsóknir og stjórnun.

Starfssvið

Kennaranum er ætlað að stunda rannsóknir á sviði efnaverkfræði, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi, og kenna m.a. verklega efnaverkfræði, hönnun hvarfakerfa og hraðafræði efnahvarfa. Kennaranum er ætlað að byggja upp virkan rannsóknarhóp í efnaverkfræði, sækja um rannsóknarstyrki hérlendis sem og erlendis og hefja samstarf við fyrirtæki í iðnaði.

Efnaverkfræði er ný námsleið við Háskóla Íslands og mun kennarinn taka þátt í að þróa námið, námskeiðin og námsefnið frekar. 

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í efnaverkfræði eða á náskyldu sviði. Kennslu- og rannsóknarreynsla í efnaverkfræði er krafa og æskilegt er að hún sé á sviði efnahvötunar og rafefnahvötunar. Að auki er krafist góðrar samstarfshæfni og lipurðar í mannlegum samskiptum. Ætlast er til að viðkomandi stundi öflugar rannsóknir og styrki með því framhaldsnám á sínu sviði.

Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum viðkomandi deildar.

Umsóknaferli

Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Rektor er heimilt að veita framgang í starfi strax við nýráðningu uppfylli viðkomandi þau skilyrði. 

Gert er ráð fyrir að starf hefjist 1. júlí 2018 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.

Þeim skal fylgja 1) vottorð um námsferil og störf, 2) akademíska ferilskrá CV, 3) ritaskrá, 4) lista yfir styrki (ef við á), 5) stutt lýsing á vísindastörfum og öðrum störfum sem umsækjandi hefur unnið, auk 6) ítarlegrar greinargerðar um rannsóknaáform. 7) Í umsókn skal koma fram hvaða ritverk, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. 8) Enn fremur skulu fylgja nöfn, símanúmer og tölvupóstföng þriggja umsagnaraðila sem hafa þekkingu á rannsóknavirkni umsækjanda. Umsókn og umsóknargögn sem ekki er skilað rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík. 

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009. 

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands

Um 50 nemendur stunda nám í efnaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, sem er hluti af Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Akademískir starfsmenn eru 28 við deildina og starfsumhverfið er alþjóðlegt.
Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og  150 í doktorsnámi.  Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2018

Tengiliðir

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Jónasson, prófessor og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideildar í síma 8228860, netfang jonasson@hi.is.


Netspjall