Skip to main content

Laust starf

Lektor í formfræði tanna, almennri líffærafræði og líffræði munns við Tannlæknadeild - HI17110054

Laust er til umsóknar 80% starf lektors í formfræði tanna, almennri líffærafræði (höfuð og háls) og líffræði munns við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Starfssvið

Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.

Hæfniskröfur

•          Doktorspróf í tannlæknisfræði eða þekking og reynsla í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir kennara í grunngreinum tannlæknisfræðinnar. 
•          Kandídatspróf í tannlæknisfræðum.
•          Rannsóknavirkni á fræðasviðinu.
•          Reynsla af háskólakennslu.
•          Stjórnunarreynsla.
•          Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt góðri færni í að miðla eigin þekkingu.

Umsóknaferli

Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Tannlæknadeildar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa unnið og greinargerð um áform ef til ráðningar kemur. Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Umsókn og umsóknargögnum sem ekki er skilað rafrænt skal skila í tvíriti til vísindasviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík. 

Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verði tekin um ráðningu. Umsóknir geta gilt í allt að sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst eftir að umsóknar- og ráðningarferli lýkur eða eftir nánara samkomulagi.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands. 

Nánari upplýsingar um Tannlæknadeild má finna á vefsíðu Heilbrigðisvísindasviðs.

Umsóknafrestur

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2018

Tengiliðir

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni E. Pjetursson forseti Tannlæknadeildar, með pósti á netfangið bep@hi.is eða í síma 525-4850 / 893-3221.


Netspjall