Skip to main content

Landfræði

Landfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Námið er tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild. Námið er 120 einingar og er fullgilt próf til prófgráðunnar magister scientiarum, MS. 

Um námið

Í framhaldsnáminu gefst nemendum tækifæri til að vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni á áhugasviði sínu innan greinarinnar.

Í boði eru tvö kjörsvið

Ljúka þarf 120 einingum fyrir lokapróf.

Meistaraverkefnið er 60 einingar og námskeið eða annað nám 60 einingar.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

  1. Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 7,25. Nemendur sem hafa ekki lokið BS-gráðu í landfræði þurfa að taka námskeiðið LAN118F Sjónarhorn landfræðinnar.
  2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Landfræðinga er að finna bæði í opinbera geiranum og hjá einkafyrirtækjum.

Landfræðingar starfa meðal annars við:

  • Skipulagsmál
  • Náttúru- og umhverfisrannsóknir
  • Náttúruvernd
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Kortagerð og meðferð landupplýsinga
  • Byggða- og atvinnuþróun
  • Þróunarsamvinnu

Þýðing landfræðilegra greiningaraðferða hefur aukist með tilkomu stafrænna korta og almennri notkun landfræðilegra upplýsingakerfa.

Eftirspurn eftir fólki með landfræðimenntun fer vaxandi.

Texti hægra megin 

Doktorsnám

Meistaragráða í landfræði opnar möguleika á doktorsnámi.

Sjá lista yfir allt doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr