Á döfinni | Háskóli Íslands Skip to main content

Á döfinni

Lögberg

Hér fyrir neðan má finna nýjustu fréttir sem tengjast Lagadeild, ásamt upplýsingum um viðburði og annað sem er framundan við deildina.

Smelltu á fyrirsögn til að skoða viðburð/frétt. Nánari upplýsingar varðandi fréttir og viðburði má finna inn á facebook-síðu deildarinnar.

Þriggja ára styrkur til doktorsnáms í lögfræði – umsóknarfrestur til 20. janúar 2020

Lagadeild Háskóla Íslands vekur athygli á einstöku tækifæri til þess að stunda doktorsnám við Lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og Lagadeild Háskóla Íslands sem lýkur með doktorsgráðu (Joint Ph.D. Degree) frá báðum deildum. Við það er miðað að námið takið þrjú ár, þar af tvö við Lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og eitt við Lagadeild Háskóla Íslands, og hefjist á haustmisseri 2020. Styrkurinn miðast við þriggja ára nám.

Umsóknafrestur er til 20. janúar 2020 en sótt er um með rafrænum hætti.

Nánari upplýsingar um sameiginlega doktorsnámið er að finna á http://jura.ku.dk/phd/english/joint-degree/ en best er svo að smella á „For applicants“.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.