
Læknisfræði
180 einingar - Kandídatspróf
Kandídatsnám tekur við eftir BS nám í læknisfræði. Þar er grunngreinum læknisfræðinnar fléttað saman við klíníska þjálfun.

Um námið
Kandídatsnám í læknisfræði er 180e fullt nám í þrjú ár þar sem grunngreinum læknisfræðinnar er fléttað við klíníska þjálfum. Kennslan er fjölbreytt, það eru fyrirlestrar, umræðufundir, kennsla í skoðun og verkleg kennsla á heilbrigðisstofnunum.
Náminu lýkur með stöðluðu bandarísku prófi frá NBME.
BS próf í læknisfræði frá Læknadeild Háskóla Íslands.

Starfsmöguleikar eftir útskrift
Kandídatspróf í læknisfræði veitir rétt til að starfa sem læknakandídat. Til að öðlast lækningaleyfi þurfa læknakandídatar að ljúka 12 mánaða starfsþjálfun. Starfsleyfi er veitt af Embætti landlæknis.
Framhaldsnám
Námið veitir aðgang að framhalds- og sérfræðinámi í læknisfræði, auk meistara- og doktorsnámi. Íslenskir læknar eru við framhaldsnám og störf víða um heim. Þeir hafa getið sér góðan orðstír og eiga jafnan greiðan aðgang að framhaldsnámi við virtar erlendar stofnanir.

Félagslíf
Félag læknanema stendur fyrir öflugu félagslífi fyrir læknanema. Það annast stúdentaskipti í samvinnu við alþjóðleg samtök læknanema, aðstoðar við ráðningar læknanema í margs konar afleysingastörf innan heilbrigðiskerfisins og stendur fyrir kynfræðslu í framhaldsskólum undir yfirskriftinni Ástráður. Félagið Bjargráður hefur það að markmiði að efla skyndihjálparkunnáttu.
Þú gætir líka haft áhuga á: | ||
---|---|---|
Gamla- Læknisfræði |
Þú gætir líka haft áhuga á: | |
---|---|
Gamla- Læknisfræði |
Hafðu samband
Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881 Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is
Opið alla virka daga kl. 10-16
