Skip to main content

Kynjafræði, MA

""

Kynjafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Kynjafræði snýst um margbreytileika mannlífsins. Nánast allt í veröldinni hefur kynjafræðilegar hliðar og fátt er kynjafræðinni óviðkomandi. Kyn er grundvallarstærð í tilverunni og eitt af því sem skapar margbreytileika mannlífsins rétt eins og kynvitund, kynhneigð, litarháttur, þjóðernisuppruni, aldur, stétt, fötlun og fleiri félagslegir áhrifaþættir. Allt þetta er viðfangsefni kynjafræðinnar.

Námið

Eftirfarandi námsleiðir eru í boði á framhaldsstigi í kynjafræði:

Á meistarastigi er námið skipulagt þannig að hægt sé að stunda það með starfi.

Í mörgum námskeiðum kynjafræðinnar er jafnframt boðið upp á fjarnám. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Kynjafræðin er mjög þverfræðileg og einnig í hæsta máta hagnýt grein. Eitt hlutverka hennar er að renna stoðum undir jafnréttisstarf í landinu og mæta þeim kröfum sem hið opinbera regluverk setur okkar. Til þess að jafnréttislög verði ekki dauður lagabókstafur þarf ekki einungis að hleypa lífi í umræðuna heldur einnig að ræða málin af þekkingu. Það gildir um þessa þekkingu eins og aðra, hún er sjaldnast meðfædd og þess vegna þarf markvissa jafnréttisfræðslu. Slík fræðsla er lögboðin á öllum skólastigum, hún er nauðsynleg fyrir fjölmargar stéttir í samfélaginu, auk þess að vera gagnleg og skemmtileg fyrir alla sem vilja vinna að réttlæti, jafnrétti og lýðræðislegri þátttöku allra.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

Nám í kynjafræði veitir marga möguleika. Fólk með jafnréttis- og kynjafræðimenntun hefur starfað við kennslu og fræðslustörf, fjölmiðla- og upplýsingastörf, verkefna- og starfsmannastjórnun, hjá hagsmunasamtökum og frjálsum félagasamtökum að ógleymdum störfum jafnréttisráðgjafar.

Félagslíf

Kynjafræðin hefur mikil og sterk tengsl við samfélagið. Núverandi og fyrrverandi nemendur eru afar virkir í samfélagsumræðunni, frjálsum félagasamstökum og öðrum lýðræðishræringum samfélagsins. Við Háskóla Íslands er starfrækt Femínistafélag Háskóla Íslands og Q félag hinsegin stúdenta.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Umsjón með náminu hefur Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor, gydap@hi.is.