Kyngervi og samtvinnun | Háskóli Íslands Skip to main content

Kyngervi og samtvinnun

Kyngervi og samtvinnun

Kyngervi samtvinnast við alla þætti mannlegrar tilvistar. Í námskeiðinu er stuðst við dæmi úr dægurmenningu, bókmenntum og mannkynssögunni og kennt að beita kynjafræðilegri greiningu á trúarlega texta, ólíkar hefðir og siði, stéttaskiptingu, kynþáttamisrétti, kynverund og þjóðernishyggju.

SKRÁ MIG NÚNA

Þekking á samtvinnun kyngervis við ólíkar menningarlegar og samfélagslegar hugmyndir er ekki aðeins mikilvæg til að skilja kynjafræði sem fræðigrein heldur er slík samtvinnun einnig stór hluti af því hvernig við sem manneskjur skiljum og skynjum heiminn. Að öðlast innsýn inn í það hvernig kyngervi samtvinnast við aðra þætti er lykill að betri skilningi á okkur sjálfum, menningu okkar og umhverfi. Námskeiðið er hugsað bæði sem inngangur að kynjafræði og fyrir þá sem vilja hressa upp á þekkingu sína í faginu. Námsefnið er í formi bókmenntatexta, fræðigreina, vefsíðna, hljóðupptakna og sjónræns efnis af ýmsu tagi. Stuðst er við dæmi úr dægurmenningu, bókmenntum og mankynssögunni í kynjafræðilegri greiningu á trúarlegum textum, hefðum, siðum, stéttaskiptingu, kynþáttamisrétti, kynverund og þjóðernishyggju.

Í hnotskurn 
  Lengd 6 vikur
  Vinnuálag 2-5 tímar á viku
  Verð Ókeypis - Fáðu staðfestingu um þátttöku gegn greiðslu 50 USD
  Menntastofnun Háskóli Íslands
  Efni Félagsvísindi
  Námsstig Byrjendur
  Tungumál Enska
  Myndband Enska