
Kynfræði
30 einingar - Viðbótardiplóma
. . .
Markmið náms í kynfræði er að efla þekkingu og skilning á manneskjunni sem kynveru í heildrænum skilningi, þ.e. líkamlega, andlega og félagslega.
Fyrir nemendur

Um námið
Nám í kynfræði er þverfræðilegt 30e nám á meistarastigi. Námið er í samstarfi Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og Hjúkrunarfræðideildar.
Eitt námskeið (10e) er kennt á hverri önn og nær námið í heild sinni yfir þrjár annir. Hægt er að taka öll námskeiðin sem heild en einnig stök námskeið.

Námskeið á döfinni
- Haust 2020: Kynverund, siðfræði og samfélag (GFR603M). Umsjón: Sólveig A. Bóasdóttir, prófessor í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
- Haust 2021: Kroppurinn, kynlíf og kynheilsa. Umsjón: Sóley S. Bender, prófessor í Hjúkrunarfræðideild.
- Vor 2022: Kynhegðun mannsins. Umsjón: Sóley S. Bender, prófessor í Hjúkrunarfræðideild.
Nemendur skulu hafa lokið BS-, BA- eða B.Ed.-námi. Lágmarkseinkunn 7,25.