Kynfræði, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands Skip to main content

Kynfræði, viðbótardiplóma

Kynfræði

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Markmið náms í kynfræði er að efla þekkingu og skilning á manneskjunni sem kynveru í  heildrænum skilningi, þ.e. líkamlega, andlega og félagslega.

Um námið

Nám í kynfræði er þverfræðilegt 30e nám á meistarastigi. Námið er í samstarfi Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og Hjúkrunarfræðideildar.

Eitt námskeið (10e) er kennt á hverri önn og nær námið í heild sinni yfir þrjár annir.  Hægt er að taka öll námskeiðin sem heild en einnig stök námskeið. 

Nánar um námið í kynfræði.

Námskeið á döfinni

  • Haust 2020: Kynverund, siðfræði og samfélag (GFR603M). Umsjón: Sólveig A. Bóasdóttir, prófessor í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
  • Haust 2021: Kroppurinn, kynlíf og kynheilsa. Umsjón: Sóley S. Bender, prófessor í Hjúkrunarfræðideild.
  • Vor 2022: Kynhegðun mannsins. Umsjón: Sóley S. Bender, prófessor í Hjúkrunarfræðideild.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemendur skulu hafa lokið BS-, BA- eða B.Ed.-námi. Lágmarkseinkunn 7,25.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Umsjónardeild námsins er Hjúkrunarfræðideild.
Verkefnisstjóri námsins er Elín Helgadóttir.

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 10 - 15
Lokað vegna sumarleyfa dagana 1. júlí til 7. ágúst