Kvikmyndafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Tveggja ára (fjögurra missera) fræðilegt framhaldsnám í kvikmyndafræði. Meistaranámið er 120 einingar og lýkur með MA-prófi. Full námsframvinda á kennsluári miðast við 60 einingar. Markmið MA-náms í kvikmyndafræði er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá m.a. undir kennslustörf á framhaldsskólastigi, ýmis störf á vettvangi fræða og menningarlífs og doktorsnám ef því er að skipta.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið BA, B.Ed, BS eða sambærilegu háskólaprófi frá viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar og skal lokaverkefni hafa hlotið fyrstu einkunn hið minnsta. Jafnframt megi ráða af umsóknargögnum að umsækjendur búi yfir þekkingu og færni til að takast á við rannsóknarnám. Bakgrunnur hvers umsækjanda verður metinn sérstaklega og lagðar til forkröfur áður en námið hefst, sé þörf talin á slíku. Stúdent sem hyggst hefja meistaranám strax að loknu BA‒prófi getur sótt um það áður en viðkomandi prófi er lokið. Meistaranám getur þó enginn hafið formlega fyrr en inntökuskilyrðum hefur verið fullnægt til hlítar.

Stúdent sem lokið hefur BA-prófi í kvikmyndafræði sem aðalgrein eða BA-prófi í annarri hugvísindagrein með kvikmyndafræði sem aukagrein og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni getur sótt um inngöngu í meistaranám í kvikmyndafræði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.