Kennslufræði og skólastarf | Háskóli Íslands Skip to main content

Kennslufræði og skólastarf

Kennslufræði og skólastarf

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Námið er ætlað kennurum í leik-, grunn- og framhaldsskólum sem áhuga hafa á að styrkja fræðilega þekkingu, starfsleikni og fagleg viðhorf til náms og kennslu. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á mikilvægum sviðum kennslufræða og skólastarfs. Lögð verður áhersla á að kynna rannsóknir og helstu stefnur í náms- og kennslufræði, námskrárfræðum, námsefnis- og prófagerð, nýbreytni og skólaþróun.

Um námið 

Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á mikilvægum sviðum kennslufræða og skólastarfs.

Fyrirkomulag náms: Gert er ráð fyrir að nemendur taki 10 einingar í aðferðafræði, 20 einingar í kenninganámskeiðum og 30 eininga lokaverkefni en geti að öðru leyti valið námskeið miðað við eigin þarfir til starfsþróunar. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Rétt til að sækja um inngöngu í framhaldsnám á þessa námsleið eiga þeir sem hafa lokið fullgildu kennaranámi til bakkalárgráðu með fyrstu einkunn (7,25), hafa leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Gilt er talið nám frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og öðrum sambærilegum menntastofnunum.

Félagslíf

Nemendafélagið Kennó er félag kennaranema við Háskóla Íslands. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, svo sem nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum. Félagið hefur einnig staðið fyrir verkefninu Komdu að kenna sem hefur hefur það að markmiði að kynna kennaranám. Fylgstu með Komdu að kenna á Facebook, Instagram og Snapchat!

Þú gætir líka haft áhuga á:
Kennslufræði yngri barna í grunnskóla, M.Ed.Mál og læsi, M.Ed.Menntastefnur og námskrárfræði, M.Ed.
Þú gætir líka haft áhuga á:
Kennslufræði yngri barna í grunnskóla, M.Ed.Mál og læsi, M.Ed.
Menntastefnur og námskrárfræði, M.Ed.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Fyrirspurnum um nám í deildinni skal beint til Bryndísar Garðarsdóttur deildarstjóra Deild kennslu- og menntunarfræði.

netfang: bryngar[hja]hi.is, símanr. 525 5342
gudruney@hi.is