Skip to main content

Kennslufræði háskóla, viðbótardiplóma

""

Kennslufræði háskóla

30 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Háskólakennarar búa yfir mikilli þekkingu innan sinna sérsviða en hafa sjaldan þá sérþekkingu á námi og kennslu sem æskileg er til að skipuleggja kennslu, stýra námi nemenda og leggja á það mat. Viðbótardiplóma í kennslufræði háskóla er ætluð starfandi háskólakennurum og öðrum sem stunda háskólakennslu, t.d. stundakennurum og doktorsnemum.

Um námið

Kennslufræði háskóla er viðbótardiplóma og samanstendur af þremur skyldunámskeiðum sem þátttakendur taka samhliða starfi. Námið er skipulagt í samstarfi við Kennslumiðstöð.

  • Inngangur að kennslufræði á háskólastigi (10e)
  • Námsmat og endurgjöf (5e)
  • Skipulag og endurskoðun námskeiða (5e)
  • Kennsluþróun og starfendarannsóknir (10e)

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Námið er ætlað starfandi háskólakennurum svo og öðrum þeim sem stunda háskólakennslu (stundakennurum, doktorsnemum).

Hafðu samband

Kennslumiðstöð HÍ

Sími 525 4447
kemst@hi.is

Vefur Kennslumiðstöðvar HÍ