Kennslufræði iðnmeistara | Háskóli Íslands Skip to main content

Kennslufræði iðnmeistara

Kennslufræði fyrir iðnmeistara

60 einingar - Grunndiplóma

. . .

Ert þú með löggilt lokapróf í iðngrein og langar að starfa við kennslu? Kennslufræði fyrir iðnmeistara er fyrir þá sem hafa áhuga á að kenna sitt fag í framhaldsskóla. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og færni til að starfa sem starfsmenntakennarar. 

Um námið

Kennslufræði fyrir iðnmeistara er fullt nám til eins árs. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist kunnáttu og færni í að vekja áhuga nemenda, í framsetningu námsmarkmiða, skipulagningu náms og kennslu, vali námsefnis, beitingu kennsluaðferða, notkun kennslugagna og geti metið eigin verk og nemenda sinna. Kennt er í staðbundnum lotum og þar fyrir utan er námið stundað í fjarnámi. 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Umsækjendur skulu uppfylla ákvæði 9. gr. laga nr. 95/2019 um að starfsmenntakennari skal hafa lokið meistararéttindum í iðngrein eða löggiltu starfsréttindaprófi úr framhaldsskóla. 

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Aðgangur að frekara námi

Kennaradeild býður þeim sem ljúka grunndiplómu í kennslufræði iðnmeistara að innrita sig í nám til bakkalárgráðu í kennslufræði verk- og starfsmenntunar. Gráðan veitir ekki aukin kennsluréttindi heldur eykur starfshæfni almennt og veitir rétt til að sækja um nám á meistarastigi.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla iðngreina í framhaldsskólum
  • Kennsla ákveðinna námsgreina í grunnskólum (hönnun, smíði og heimilisfræði)

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigríðar Pétursdóttur, deildarstjóra Deild faggreinakennslu

Sími 525 5917
sigridu[hja]hi.is