
Kennsla samfélagsgreina
120 einingar - M.Ed. gráða
M.Ed.-námið býr nemendur undir kennslu samfélagsgreina í grunnskóla. Námið er opið þeim sem hafa lokið B.Ed.-prófi í grunnskólakennslu með áherslu á samfélagsgreinar, eða BA/BS-prófi í skyldum greinum. Grunnskólakennarar með leyfisbréf geti sótt námið óháð sérhæfingu í fyrra námi.

Um námið
Námið hefur það að meginmarkmiði að efla þekkingu kennaranema á þeim greinum sem falla undir samfélagsgreinar og gera þá sem hæfasta til að miðla þekkingu sinni í grunnskólakennslu. Lögð verður áhersla á að nemendur kynni sér rannsóknir og helstu stefnur og strauma í tilteknum greinum sem falla undir samfélagsgreinar.

Launað starfsnám og eitt leyfisbréf
Kennaranemar í leik- og grunnskólakennaranámi geta verið í 50% launuðu starfsnámi á lokaári sínu og þeir sem velja M.Ed. leið skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð. Allir kennaranemar útskrifast með leyfisbréf með heimild til kennslu á þremur skólastigum.
Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn (7,25).