
Kennsla náttúrugreina
120 einingar - MT gráða
MT-námið býr nemendur undir kennslu náttúrugreina. Námið er opið þeim sem hafa lokið B.Ed.-prófi í grunnskólakennslu með áherslu á náttúrugreinar eða BA/BS-prófi í skyldum greinum. Grunnskólakennarar með leyfisbréf geti sótt námið óháð sérhæfingu í fyrra námi.

Um námið
Meginmarkmið námsins er að efla þekkingu og færni þátttakenda í náttúrufræðigreinum og kennslufræðum tengdum þessum greinum þannig að þeir verði betur í stakk búnir að kenna náttúrufræðigreinar. Áhersla er lögð á kennslufræði náttúrufræðigreina og þróunarstarf en þátttakendum gefst líka færi á að styrkja kunnáttu sína í náttúrufræðigreinum eftir því sem hugur þeirra stendur til.

Nýr valkostur í kennaranámi
Frá og með haustmisseri 2020 verður boðið upp á MT-námsleiðir (e. Master of Teaching) fyrir þá sem stefna á kennaranám. Þessar námsleiðir fela það í sér að nemandi getur tekið kennslufræðitengd námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð.
Við inntöku í nám til MT-prófs gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu með fyrstu einkunn (7,25).
Kennaranámið er skipulagt með fyrra nám umsækjenda í huga og er gert er ráð fyrir 120e undirbúningi á bakkalárstigi í kennslugreinum grunnskóla. Ef bakkalárgráða umsækjanda er af öðru sviði en valin námsleið á meistarastigi, er líklegt að viðkomandi þurfi að bæta við sig námskeiðum á samsvarandi námsleið í grunnnámi.