Samstarf við Kennaradeild | Háskóli Íslands Skip to main content

Samstarf við Kennaradeild

Menntavísindasvið er með samstarfssamninga við fjölmargar stofnanir og aðila sem koma að menntamálum og skólastarfi, s.s. menntamálaráðuneyti, sveitarfélög og stéttarfélög stétta sem sviðið menntar. Að auki er Menntavísindasvið í samstarfi við önnur svið Háskóla Íslands um nám, kennslu og rannsóknir og við aðra innlenda og erlenda háskóla.

Kennaradeild er í nánu samstarfi við leik-, grunn- og framhaldsskóla um allt land. Samstarfsskólar taka að sér að vera heimaskólar kennaranema á námstíma þeirra. Heimaskólar veita ákveðnum fjölda nema aðgang að skólanum til að vinna þar þau verkefni sem tengjast vettvangi. Um fjölbreytt verkefni er að ræða, m.a. æfingakennslu, kynnisheimsóknir, þátttöku í undirbúningi og framkvæmd kennslu, athuganir á skólastarfi o.fl.