
Jarðvísindi
120 einingar - MS gráða
. . .
Námið er tveggja ára rannsóknartengt framhaldsnám í jarðvísindum við Jarðvísindadeild.
Námið er 120 einingar er fullgilt próf til prófgráðunnar magister scientiarum, MS.
Fyrir nemendur

Um námið
Umfang rannsóknarverkefnis skal vera 60 einingar og unnið að öllu leyti við Jarðvísindadeild. Að minnsta kosti 30 einingar skulu teknar við Jarðvísindadeild.
Ef nemandi hefur engan grunn í jarðvísindum eftir BS-próf er skylda að taka grunnnámskeið (sjá kennsluskrá) sem ekki teljast til eininga.
- Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 6,5 eða sambærilegri einkunn frá öðrum háskóla. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám. Prófgráðan gæti hentað þeim nemendum sem hafa annan bakgrunn en jarðfræði eða jarðeðlisfræði en hyggja á framhaldsnám á sviði jarðvísinda.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.