Um MA-nám í annarsmálsfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Um MA-nám í annarsmálsfræði

Meistaranám í annarsmálsfræðum, 120e (2 ár)

Námið verður í samvinnu tveggja deilda á Hugvísindasviði; Íslensku- og menningardeildar og Mála- og menningardeildar. Markmiðið með náminu er að bjóða nýja námsleið í meistaranámi, annarsmálsfræði. Erlendis og á Íslandi er stöðugt aukinn áhugi á þessum fræðum enda skipta þau máli hvað snertir meiri þekkingu á eðli máltileinkunar annars máls og bættar kennslu- og námsaðferðir. Þessi nýja námsleið er svar við brýnni þörf fyrir betri menntun tungumálakennara sem kenna á háskólastigi og þeirra sem kenna fullorðnum tungumál á öðrum vettvangi. Námsleiðinni er einnig ætlað að efla rannsóknir á sviði annarsmálsfræða og tví- og margtyngis.

Námið er ætlað þeim sem hyggjast vinna við rannsóknir á fræðasviðinu og sem undanfari doktorsnáms og einnig þeim sem hyggjast leggja fyrir sig kennslu í öðru eða erlendu máli fyrir fullorðna og loks þeim sem vilja dýpka og víkka þekkingu sína á kennslu tungumála fyrir fullorðna.

Nemendur fá yfirgripsmikla fræðslu um stöðu þekkingar í annarsmálsfræðum og kennslufræðum annars máls. Þeir fá þjálfun í beitingu rannsóknaraðferða og æfingu í sjálfstæðum vinnubrögðum.

Markhópurinn er nemendur sem hafa lokið BA-námi í Íslensku- og menningardeild eða Mála- og menningardeild eða samsvarandi námi, starfandi tungumálakennarar og aðrir sem hafa áhuga á tungumálakennslu fullorðinna.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.