Skip to main content

Um MA-nám í almennum málvísindum

Markmið M.A.-náms í almennum málvísindum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá m.a. undir vísindastörf af ýmsu tagi, kennslustörf á framhaldsskólastigi og doktorsnám.

Meistaranám

Aðgang að MA-námi í almennum málvísindum eiga þeir sem lokið hafa með 1. einkunn (7,25) BA-prófi í almennum málvísindum sem aðalgrein eða BA-prófi í annarri hugvísindagrein með almenn málvísindi sem aukagrein. BA-próf í tungumálum getur einnig veitt aðgang að náminu. Nám í almennum málvísindum til MA-prófs byggir alla jafna á því að nemandi stundi hluta námsins á meistarastigi í öðrum greinum hugvísindadeildar (einkum íslenskri málfræði) eða við skóla erlendis, en ljúki ætíð að minnsta kosti 20e í MA-námskeiðum og/eða einstaklingsverkefnum í almennum málvísindum við HÍ.

Samsetningin gæti t.d. verið þessi:

  • 60e á hugvísindasviði (F-námskeið eða M-námskeið sem tengjast máli og málfræði)
  • 30e í þremur einstaklingsverkefnum
  • 30e MA-ritgerð

Ýmsir aðrir samsetningarmöguleikar eru hugsanlegir, t.d. getur MA-ritgerðin verið stærri (60e) og mögulegt er að ljúka hluta námsins, t.d. 30e, við erlendan háskóla. Nemandi skipuleggur nám sitt í samráði við fastráðinn umsjónarkennara í greininni sem er þá leiðbeinandi hans.

Nánari upplýsingar á kennsluskra.hi.is.

Doktorsnám

Að loknu meistaraprófi er mögulegt að stunda doktorsnám í almennum málvísindum. Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.