Um MA-nám í almennum málvísindum | Háskóli Íslands Skip to main content

Um MA-nám í almennum málvísindum

Netspjall

Markmið M.A.-náms í almennum málvísindum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá m.a. undir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi og doktorsnám ef því er að skipta.

Meistaranám
Í almennum málvísindum er boðið upp á framhaldsnám til MA-prófs. Aðgang að MA-námi eiga þeir sem lokið hafa með I. einkunn (7,25) BA-prófi í almennum málvísindum sem aðalgrein eða BA-prófi í annarri hugvísindagrein með almenn málvísindi sem aukagrein. BA-próf í tungumálum getur einnig veitt aðgang að náminu ef viðkomandi lýkur a.m.k. námskeiðinu AMV103G Þróun málvísinda.

Nám í almennum málvísindum til MA-prófs byggir alla jafna á því að nemandi stundi hluta námsins á meistarastigi í öðrum greinum hugvísindadeildar (einkum íslenskri málfræði) eða við skóla erlendis, en ljúki ætíð að minnsta kosti 20e í MA-námskeiðum eða einstaklingsverkefnum í almennum málvísindum við Háskóla Íslands og aldrei minna en 60e innan greinarinnar að MA-ritgerðinni meðtalinni.

Samsetningin gæti t.d. verið þessi:

  • 30e á hugvísindasviði (MA-námskeið sem tengjast máli og málfræði eða BA-námskeið sem metin eru sem hluti MA-náms)
  • 30e við erlendan háskóla
  • 20e í tveimur einstaklingsverkefnum
  • 40e MA-ritgerð

Ýmsir aðrir samsetningarmöguleikar eru hugsanlegir, t.d. getur MA-ritgerðin verið bæði minni (30e) og stærri (60e).
 
Nemandi skipuleggur nám sitt í samráði við fastráðinn umsjónarkennara í greininni sem er þá leiðbeinandi hans. Sérstakur prófdómari leggur síðan mat á lokaverkefni meistaranemans.

Markmið M.A.-náms í almennum málvísindum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá m.a. undir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi og doktorsnám ef því er að skipta.

Nánari upplýsingar í kennsluskrá Háskóla Íslands.

Doktorsnám
Að loknu meistaraprófi er mögulegt að stunda doktorsnám í almennum málvísindum á svipuðum forsendum.

Markmið doktorsnáms er að veita doktorsnemum vísindalega þjálfun og búa þá undir vísindastörf, t.a.m. háskólakennslu eða sérfræðistörf hjá rannsóknastofnunum.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.