Um BA-nám í ritlist | Háskóli Íslands Skip to main content

Um BA-nám í ritlist

Ritlist, aukagrein 60 ects

Í ritlist er lögð áhersla á frjóa hugsun og miðlun hennar í texta af ýmsu tagi, s.s. í ljóðum, smásögum, skáldsögum, bókmenntaþýðingum, leiktexta, greinum og öðrum þeim formum sem þátttakendur kalla til eða finna upp. Námið er í senn hagnýtt og listrænt. Nemendur fá tilsögn í grundvallaratriðum sem lúta að ritstörfum, s.s. vinnulagi, skapandi hugsun, byggingu, sjónarhorni, málsniði og málnotkun.

Markmið náms í ritlist á BA-stigi er að gera nemendur að betri pennum og búa þá undir framhaldsnám af ýmsu tagi, m.a. í ritlist. Námið nýtist vel á flestum sviðum mannlífsins.

Námskröfur

Nemendum sem leggja stund á ritlist sem 60 eininga aukagrein er skylt að ljúka 40 einingum í smiðjum og námskeiðinu ÍSL111G Bókmenntafræði (eða ABF104G Aðferðir og hugtök). 10 einingum skal ljúka í öðrum námskeiðum en smiðjum.

Smiðjur: Nemendur skulu ljúka a.m.k. 40 einingum í ritsmiðjum. Um tvær leiðir er að velja þegar kemur að ritsmiðjum. Annars vegar eru hreinar smiðjur (merktar svona í Kennsluskrá: RITxxxG Smiðja: Námskeiðsheiti), þ.e. verkleg námskeið þar sem nemendur leggja fram sitt eigið efni og fá tilsögn. Hins vegar er hægt að ljúka að hámarki 20 smiðjueiningum í gegnum bókmenntanámskeið þar sem nemendur í ritlist sem aukagrein skila að hluta eða öllu leyti verkefnum í formi skapandi ritsmíðar í stað fræðilegrar. Fá þarf samþykki viðkomandi kennara fyrir slíku fyrirkomulagi í upphafi misseris.

Bókmenntafræði: Ætlast er til að allir ritlistarnemar ljúki námskeiðinu ÍSL111G Bókmenntafræði, eða sambærilegu námskeiði í Almennri bókmenntafræði (ABF104G Aðferðir og hugtök). Þar fást ýmis áhöld og hugtök sem nýtast í smiðjunum.

Valnámskeið: Námskeið önnur en smiðjur. Þau má sækja vítt og breitt um deildir Hugvísindasviðs og jafnvel víðar. Gjarnan má nemandi þar elta áhugasvið sín sem höfundur.

Umsjónarmaður náms: Rúnar Helgi Vignisson dósent (rhv@hi.is). https://uni.hi.is/rhv/

Húsnæði: Kennsla í ritlist fer einkum fram í Árnagarði og þar er skrifstofa umsjónarmanns námsins. 

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.