Um BA-nám í listfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Um BA-nám í listfræði

Um BA-nám í listfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nám í listfræði veitir þekkingu í sögu myndlistar og sjónrænnar menningar og þjálfun í að skilja, greina og túlka myndlistarverk og annað sjónrænt efni frá ólíkum tímum og í mismunandi þjóðfélögum. Sérstök áhersla er lögð á íslenska myndlistarsögu í náminu.

Listfræði er kennd í samvinnu við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Listfræði veitir þjálfun í myndlæsi, þ.e. að geta „lesið“ myndmál til jafns við ritaðan texta, ásamt því að kynna helstu hugtök og greiningaraðferðir (listsöguskoðanir) í listfræði. Þetta gerir fræðigreinin út frá ýmsum sjónarhólum; formrænum, íkónógrafískum, félagssögulegum, feminískum, o.s.frv.

Listfræði fjallar um ýmis form myndlistar (svo sem málaralist, höggmyndalist/þrívíða list, grafík, fjöltækni, innsetningar, gjörninga, hljóð- og rafræna miðla), en einnig um byggingarlist, hönnun og sjónmenningu í víðara samhengi (svo sem kvikmyndir, myndasögur, auglýsingar og ljósmyndir).

Listfræði var farið að kenna á skipulagðan hátt við erlenda háskóla fyrir tæpum 200 árum. Mismunandi heiti er notað yfir fræðigreinina á erlendum málum og tekur það mið af hefðum hvers lands og mismunandi áherslum. Ýmist er talað um listasögu (History of Art, konsthistoria, Kunstgeschichte) eða listfræði (Art Theory, konstvetenskap, Kunstwissenschaft).

Meginþættir
Kennsla í listfræði skiptist tvo meginþætti; annars vegar umfjöllun um fagurfræðilega þætti listaverks og hins vegar áherslu á samfélagslega umgjörð verks, svo sem skilyrði listarinnar eða listamannsins, en einnig tengsl sköpunarverks við vísindi, stjórnmál, trúarbrögð og ýmis hugmyndakerfi.

Þá veitir listfræði einnig þjálfun í listheimspeki/fagurfræði, safnafræði, sýningargerð og listgagnrýni.

Kennslustaðir
Kennt er bæði í húsnæði Háskóla Íslands og í húsnæði Myndlistardeildar Listaháskóla Íslands í Laugarnesi.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.