Íslenskar bókmenntir | Háskóli Íslands Skip to main content

Íslenskar bókmenntir

Íslenskar bókmenntir

MA gráða

. . .

Markmið meistaranáms í íslenskum bókmenntum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá undir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, s.s. framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám.

Um námið

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, umræðna og margs kyns verkefnavinnu og ritgerðasmíði. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslunni. Þar sem hér er um rannsóknanám að ræða er gert ráð fyrir verulegu frumkvæði og sjálfstæði nemenda í vali viðfangsefna, heimildaöflun, heimildatúlkun o.s.frv.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf með fyrstu einkunn í íslensku eða almennri bókmenntafræði sem aðalgrein, eða BA-próf með fyrstu einkunn í íslensku sem aukagrein með áherslu á bókmenntir (nauðsynlegt að nemandinn hafi tekið öll kjarnanámskeið í bókmenntum í íslensku sem aðalgrein). Nemandi skal hafa tekið a.m.k. 10 eininga lokaverkefni.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Ösp Vilberg Baldursdóttir
BA í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.