Skip to main content

Iðntæknifræði (fyrir efna- og líftækniiðnað, kennt á Ásbrú)

Iðntæknifræði (fyrir efna- og líftækniiðnað, kennt á Ásbrú)

210 einingar - BS gráða

. . .

Nám í iðntæknifræði leggur áherslu á efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla. Mikil áhersla er á hagnýta þjálfun í sérhæfðri efnafræðirannsóknarstofu og annarri verklegri aðstöðu Keilis á Ásbrú.

Grunnnám

Nemendur öðlast öfluga tækniþekkingu og færni við að beita henni á raunveruleg verkefni tengd atvinnulífi og nýsköpun.

Áhersla er lögð á að nemendur geti unnið sjálfstætt að verkefnum á seinni stigum námsins.

Náminu lýkur með fimm mánaða lokaverkefni með hagnýtum áherslum þar sem nemendur vinna að nýsköpunarhugmyndum eða verkefni í samstarfi við fyrirtæki.

""

Helstu viðfangsefni

  • Efnafræði
  • Efnaferlar 
  • Líftækni
  • Hönnun
  • Rekstur og viðhald á framleiðslubúnaði í efna- og líftækniiðnaði.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða sambærilegt nám. Sambærilegt nám: Lokapróf frá Verk-og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis. Fjórða stigs vélstjórapróf. Lokapróf í Tækni- og verkfræðigrunni frá frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík. Mælt er með að nemandi hafi lokið 24 (40 fein) einingum í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum (þar af 6 (10 fein) í eðlisfræði). Nemendur sem lokið hafa iðnámi eða öðru sambærilegu námi stendur til boða hnitmiðað undirbúningsnám við Háskólabrú Keilis. Kennsla námsleiðar er háð lágmarksfjölda nemanda.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Námið undirbýr nemendur vel fyrir krefjandi og fjölbreyttan vinnumarkað.

Námið nýtist þeim sem vilja vinna við nýsköpun, störf tengd orku- og matvælaiðnaði, fullvinnslu sjávar- og landbúnaðarafurða, líftækni- og lyfjaiðnað, efnavinnslu og notkun á umhverfisvænum orkugjöfum.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Félagslíf

  • Félag nemenda í tæknifræðinámi við Háskóla Íslands og Keili heitir ASKIT
  • Félagið heldur uppi öflugu félagslífi og gætir hagsmuna nemenda

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík
s. 525 4466  - nemvon@hi.is
Facebook

Nemendaþjónusta VoN

Skrifstofa Keilis

s. 578 4000 - keilir@keilir.net

Netspjall