
Iðnaðarverkfræði
120 einingar - MS gráða
Námið er tveggja ára framhaldsnám í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild. Námið er 120 einingar og telst fullgilt MS-próf.
Þeir sem hafa MS-próf í verkfræði frá deildinni geta sótt um leyfi til þess að nota starfsheitið verkfræðingur.

Um námið
Námið er annaðhvort 90 einingar í námskeiðum og 30 eininga rannsóknarverkefni eða 60 einingar í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni.
Samsetning námsáætlunar er sniðin að hverjum nemanda í samráði við umsjónarkennara.
Meistaraverkefnin geta verið fræðileg eða hagnýt og þá gjarnan í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Ýmsir möguleikar eru á styrkjum.
Að loknu meistaraprófi í iðnaðarverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.
- Fyrsta háskólagráða, BSc-próf í verkfræði eða sambærileg gráða, með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið. Ákvæði til bráðabirgða: Ákvæði reglna nr. 259/2004 um meistaranám við verkfræðideild Háskóla Íslands gilda um lágmarkseinkunn fyrir þá sem innrituðust í grunnnám í verkfræði og tölvunarfræði á vormisseri 2012 eða fyrr. Sjá nánar í reglum sviðsins.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

Starfsvettvangur
Iðnaðarverkfræðingar eru afar eftirsóttir starfskraftar. Þeir geta oftast valið sér starfsvettvang og veljast gjarnan til ábyrgðarstarfa hér á landi sem erlendis. Þeir vinna við framleiðslu, þjónustu, fjármál, nýsköpun og stjórnun við margskonar aðstæður. Allstaðar er þörf á að setja upp nýtt verklag eða bæta það verklag sem fyrir er.
Doktorsnám
Meistaragráða í iðnaðarverkfræði opnar möguleika á doktorsnámi.
Sjá lista yfir allt doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30
Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði
