Stjórnsýsla Hugvísindasviðs | Háskóli Íslands Skip to main content

Stjórnsýsla Hugvísindasviðs

Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs

Forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins. Hann fer með vald stjórnar sviðsins á milli funda og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga.

Skrifstofa Hugvísindasviðs

Á Hugvísindasviði er skrifstofa með stoðþjónustukjarna undir stjórn forseta sviðsins. Á skrifstofunni starfar, auk forseta, rekstrarstjóri sem annast fjármálastjórn sviðsins og daglega stjórnun skrifstofunnar. Á skrifstofunni er veitt öll almenn þjónusta við nemendur og kennara og starfsfólk skrifstofunnar sér einnig um margvísleg verkefni fyrir hönd sviðsins, s.s. rannsóknaþjónustu, alþjóðamál, kennslumál, markaðs- og kynningarmál, umsjón með upplýsingatæknimálum, starfsmannamál o.fl.

Stefna sviðsins

Hugvísindasvið Háskóla Íslands vinnur eftir stefnu sem hefur verið samþykkt fyrir árin 2013 til 2018. Auk þess er í gildi jafnréttisáætlun sem unnið er eftir.

Stefna Hugvísindasviðs 2013-2018 (pdf-skjal).

Jafnréttisáætlun Hugvísindasviðs 2014-17 (pdf-skjal).

Forseti Hugvísindasviðs

Guðmundur Hálfdanarson er forseti Hugvísindasviðs. Forseti Hugvísindasviðs er ráðinn af rektor að fenginni tillögu valnefndar.
Forseti fræðasviðs ber m.a. ábyrgð á:

 • útfærslu stefnu Háskóla Íslands á vettvangi fræðasviðs,
 • öflugri liðsheild og faglegu samstarfi,
 • tengslum við innlenda og erlenda samstarfsaðila,fjármálum og rekstri fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra,
 • starfsmannamálum,
 • gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu,
 • stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins.

Forseti Hugvísindasviðs er jafnframt stjórnarformaður Hugvísindastofnunar.

 

Stjórn Hugvísindasviðs

Stjórn Hugvísindasviðs fjallar um sameiginleg málefni sviðsins og hefur eftirlit með fjármálum, rekstri og gæðum starfseminnar. Í stjórn Hugvísindasviðs sitja, ásamt forseta sviðsins, deildarforsetar og fulltrúi stúdenta.

 • Guðmundur Hálfdanarson, sviðsforseti (formaður)
 • Gunnþórunn Guðmundsdóttir, forseti Íslensku- og menningardeildar
 • Geir Sigurðsson, forseti Mála- og menningardeildar
 • Arnfríður Guðmundsdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar
 • Svavar Hrafn Svavarsson, forseti Sagnfræði- og heimspekideildar
 • Daníel G. Daníelsson, fulltrúi stúdenta
 • Hildur Helga Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi stúdenta

Með stjórninni starfa Óskar Einarsson, rekstrarstjóri, og Ásdís Guðmundsdóttir, kennslustjóri (ritari)

 

Jafnfréttisnefnd Hugvísindasviðs
 
 • Erla Hulda Halldórsdóttir, Sagnfræði- og heimspekideild (formaður)
 • Gauti Kristmannsson, Íslensku- og menningardeild
 • Pernille Folkmann, Mála- og menningardeild
 • Hjalti Hugason, Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
 • María Gestsdóttir, verkefnastjóri Sagnfræði- og heimspekideildar
 • Fulltrúi stúdenta

 

Kennslunefnd Hugvísindasviðs
 
 • Steinunn J. Kristjánsdóttir, Sagnfræði- og heimspekideild (formaður)
 • Rúnar Már Þorsteinsson, Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
 • Ásta Ingibjartsdóttir, Mála- og menningardeild
 • Rannveig Sverrisdóttir, Íslensku- og menningardeild
 • Ásdís Guðmundsdóttir, kennslustjóri Hugvísindasviðs
 • Ingibjörg Hildur Stefánsdóttir, fulltrúi nemenda


Vísindanefnd  Hugvísindasviðs (sem jafnframt er stjórn Hugvísindastofnunar)
  
 • Guðmundur Hálfdanarson, sviðsforseti (formaður).
 • Rúnar Már Þorsteinsson, stjórnarformaður Guðfræðistofnunar.
 • Benedikt Hjartarson, stjórnarformaður Bókmennta- og listræðastofnunar.
 • Ragnheiður Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Sagnfræðistofnunar.
 • Auður Hauksdóttir, stjórnarformaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
 • Eiríkur Rögnvaldsson, stjórnarformaður Málvísindastofnunar.
 • Valur Ingimundarson, stjórnarformaður EDDU – öndvegisseturs (varaformaður).
 • Björn Þorsteinsson, stjórnarformaður Heimspekistofnunar.
 • Sólveig Anna Bóasdóttir, stjórnarformaður RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum.
 • Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
 • Fulltrúi doktorsnema.

Með nefndinni starfa Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri, og Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Hugvísindastofnunar

 

Doktorsnámsnefnd Hugvísindasviðs:
 
 • Guðmundur Hálfdanarson, sviðsforseti (formaður).
 • Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Mála- og menningardeild
 • Gunnlaugur A. Jónsson, Guðfræði- og trúarbragðafræðideild.
 • Orri Vésteinsson, Sagnfræði- og heimspekideild.
 • Jón Karl Helgason, Íslensku- og menningardeild.
 • Eiríkur Smári Sigurðarson, ritari.   

 

Fulltrúar Hugvísindasviðs í nefndum Háskóla Íslands:
 
 • Fjármálanefnd (formaður Guðmundur R. Jónsson). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Guðmundur Hálfdanarson.
 • Gæðanefnd (formaður Jón Atli Benediktsson). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Jón Ólafsson.
 • Heiðursdoktorsnefnd (formaður: Einar Stefánsson). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Oddný G. Sverrisdóttir
 • Jafnréttisnefnd (formaður Hrefna Friðriksdóttir). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Erla Hulda Halldórsdóttir.
 • Kennslumálanefnd (formaður: Börkur Hansen). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Steinunn J. Kristjánsdóttir
 • Sjálfbærni- og umhverfisnefnd (formaður: Allyson Macdonald). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Sveinn Yngvi Egilsson
 • Vísindanefnd (formaður: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Valur Ingimundarson.
 • Vísindasiðanefnd (formaður: Jónína Einarsdóttir). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Sólveig Anna Bóasdóttir
 • Stjórn Endurmenntunarstofnunar HÍ (formaður Sólveig Anna Bóasdóttir). Fulltrúi Hugvísindasviðs: Oddný Sverrisdóttir.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.