Starfsmöguleikar að loknu námi | Háskóli Íslands Skip to main content

Starfsmöguleikar að loknu námi

Netspjall

Þeim sem ljúka námi í hugvísindum standa margar dyr opnar þegar komið er út í atvinnulífið, enda er nám í hugvísindum góður undirbúningur fyrir ýmis störf. Nemendur útskrifaðir af Hugvísindasviði hafa víkkað sjóndeildarhringinn, fengið þjálfun í að beita gagnrýninni hugsun, greina flókin viðfangsefni og setja fram hagnýtar lausnir á skiljanlegan hátt. Í náminu öðlast nemendur þekkingu, innsæi, áræðni og vandsvirkni í vinnubrögðum.

Nám í hugvísindum gefur fólki kost á að skapa sér sín eigin tækifæri, t.d. í fjölmiðlum, menningarstofnunum, ferðaþjónustu, fornleifarannsóknum, sýningastjórnun, kennslu, útgáfu, þýðingum og öðrum ritstörfum, stjórnsýslu og fræðimennsku.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
2 + 15 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.