Skip to main content

Hugmynda- og vísindasaga

Hugmynda- og vísindasaga

MA gráða

. . .

Hugmynda- og vísindasaga er víðfeðmt fræðasvið sem fæst við sögulega þróun hugmynda um manninn og samfélagið sem og þróun vísindalegrar þekkingar.

Um námið

Hugmynda- og vísindasaga er 120e meistaranám sem ljúka má á tveimur árum. Námsleiðin er samvinnuverkefni Hugvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, nánar tiltekið Sagnfræði- og heimspekideildar og Raunvísindadeildar.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur um námið þurfa að hafa lokið BA, B.Ed., BS eða sambærilegu háskólaprófi frá viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar, og skal lokaverkefni hafa hlotið fyrstu einkunn hið minnsta.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.