
Hugmynda- og vísindasaga
MA gráða
. . .
Hugmynda- og vísindasaga er víðfeðmt fræðasvið sem fæst við sögulega þróun hugmynda um manninn og samfélagið sem og þróun vísindalegrar þekkingar.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Hugmynda- og vísindasaga er 120e meistaranám sem ljúka má á tveimur árum. Námsleiðin er samvinnuverkefni Hugvísindasviðs og Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, nánar tiltekið Sagnfræði- og heimspekideildar og Raunvísindadeildar.
Umsækjendur um námið þurfa að hafa lokið BA, B.Ed., BS eða sambærilegu háskólaprófi frá viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar, og skal lokaverkefni hafa hlotið fyrstu einkunn hið minnsta.