Skip to main content

Hugbúnaðarverkfræði

""

Hugbúnaðarverkfræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Námið er tveggja ára framhaldsnám í hugbúnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Háskóla Íslands. Námið er 120 einingar og telst fullgilt MS-próf. Námið er 60 einingar í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni.

  ""

  Um námið

  Meistaranám í hugbúnaðarverkfræði er tveggja ára nám. Námið er 60 einingar í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni.
  Velja skal námskeið í samráði við leiðbeinanda eða umsjónarkennara. 30 einingar skulu vera námskeið merkt TÖL, HBV eða REI, en síðan getur nemandi tekið fjölbreytt námskeið úr öðrum fögum.

  Tvö kjörsvið eru í boði:

  Meistaraverkefnin eru oft hagnýt og unnin í samvinnu við fyrirtæki eða stofnanir. Þau geta ýmist orðið til vegna áhuga nemanda á tilteknu viðfangsefni eða tengst rannsóknarverkefnum kennara.

  Öflugar rannsóknir, sterk tengsl við atvinnulífið og alþjóðleg tengsl tryggja að verkefni sem nemendur glíma við eru raunhæf og byggjast á nýjustu þekkingu.

  Hægt er að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla.

  Inntökuskilyrði

  Framhaldsnám

  1. BS-próf í hugbúnaðarverkfræði eða skyldri grein með meðaleinkunn 6,5 eða hærri. Þeir sem ekki hafa próf í hugbúnaðarverkfræði þurfa að uppfylla forkröfur sem Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild setur.
  2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Starfsvettvangur hugbúnaðarverkfræðinga er mjög fjölbreyttur. Þeir eru eftirsóttir til að stjórna deildum, fyrirtækjum og stofnunum þar sem hugbúnaður gegnir mikilvægu hlutverki.

  Hugbúnaðarverkfræðingar vinna náið með fólki á alls kyns sviðum (t.d. viðskiptum, fjármálum, ferðamálum, stjórnsýslu, iðnaði, heilbrigðissviði, miðlun og afþreyingu) til að skilja þarfir notanda og við hönnun lausna. Þeir bera ábyrgð á að tala við hagsmunaaðila, þróa hugbúnað og stýra verkefnum til að tryggja að hugbúnaðurinn sé tilbúinn á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.

   Texti hægra megin 

   Doktorsnám

   Meistaragráða í hugbúnaðarverkfræði opnar möguleika á doktorsnámi

   Sjá lista yfir allt doktorsnám við Háskóla Íslands

   Hafðu samband

   Nemendaþjónusta VoN
   s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
   Opið virka daga frá 09:00-15:30

   Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
   Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

   Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

    Instagram  Twitter  Youtube

    Facebook  Flickr