Hnattræn fræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hnattræn fræði

Hnattræn fræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Í náminu öðlast nemendur fræðilega þekkingu á fjölmenningu og tengdum viðfangsefnum svo sem fólksflutningum, þjóðerni, kynþáttahyggju, aðlögun og samþættingu. Markmið námsins er að kenna nemendum undirstöðuatriði í rannsóknarvinnu sem gagnast við störf að rannsóknum, í frekara námi og í hagnýtum störfum.

Um námið

Hnattræn tengsl er nám sem ætlað er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu til að skilja hnattræn ferli. Fjallað er um samfélagsbreytingar auk þess að undirbúa nemendur fyrir rannsóknarvinnu. Námið tekur mið af fræðilegri umræðu á alþjóðavísu en felur einnig í sér tilvísun í íslenskt samfélag.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-,BEd, BS- próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Nám í hnattrænum tengslum kemur að góðum notum þar sem þörf er á haldgóðum skilningi á menningarlegri fjölbreytni, eðli og merkingu mannlegra samskipta og athafna, og líffræðilegum sérkennum og samkennum tegundarinnar. Að loknu námi starfa útskrifaðir nemendur m.a. við fjölmiðlun, minjasöfn, innflytjendamál, kennslu, þróunarsamvinnu, friðargæslu og erfðarannsóknir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðlar
  • Minjasöfn
  • Innflytjendamál
  • Kennsla
  • Þróunarsamvinna
  • Friðargæsla
  • Erfðarannsóknir

Félagslíf

Félag nemenda í hnattrænum tengslum nefnist Homo.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík 
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500