Stefna Hjúkrunarfræðideildar | Háskóli Íslands Skip to main content

Stefna Hjúkrunarfræðideildar

Í Stefnu Háskóla Íslands 2011-2016 var lögð áhersla á að efla gæði og styrkja innviði allra þátta háskólastarfsins. Í því skyni hefur hann sett sér markmið um rannsóknir og nýsköpun, nám og kennslu, mannauð og ábyrgð gagnvart samfélaginu og umheiminum. Helstu stef stefnunnar eru áhersla á rannsóknir og alþjóðlegt samstarf, þróttmikið nám sem uppfyllir alþjóðlegar gæðakröfur, samþættingu kennslu og rannsókna á öllum námsstigum, eflingu mannauðs og starfsánægju nemenda og starfsmanna og samfélagslega og hnattræna ábyrgð á 21. öld.

Stefna Hjúkrunarfræðideildar 2012-2017 tekur mið af stefnu Háskóla Íslands og leggur áherslu á stöðu sína í háskólasamfélaginu.

Framkvæmd og eftirfylgni stefnunnar

Stefna Hjúkrunarfræðideildar 2012 - 2017 var samþykkt á 59. deildarfundi Hjúkrunarfræðideildar þann 21. júní 2012 og á 101. fundi stjórnar Heilbrigðisvísindasviðs þann 27. ágúst 2012. 

Deildarforseti ásamt deildarráði ber ábyrgð á því að stefnunni sem hér hefur verið lýst verði framfylgt og mun reglulega gera deildarfundi og sviðsforseta grein fyrir gangi mála.

Ábyrgð á framkvæmd stefnunnar bera deildarforseti, deildarráð, deildarfundur, formenn námsnefnda, forstöðumenn fræðasviða, forstöðumaður Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði og deildarstjóri, hver á sínum vettvangi.

Útbúin verður sérstök aðgerðaáætlun Hjúkrunarfræðideildar sem verður endurskoðuð eftir því sem þörf er á. Deildarráð ber ábyrgð á þeim endurskoðunum. Deildarforseti fer reglubundið yfir markmiðasetningu deildar með deildarráði og deildarfundi. Framvinda markmiða og aðgerða verður kynnt reglulega.

 

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.