Skip to main content

Hjúkrunarfræði - önnur háskólagráða

Sem undirbúningur fyrir hjúkrunarfræðinám fyrir fólk með aðra háskólagráðu er gott að skoða eftirfarandi námskeið. 

Í öllum tilvikum fer fram einstaklingsbundið mat á fyrra námi. Inntökuskilyrði eru að nemandi hafi lokið 6 ECTS í sál/félagsfræði, 8 ECTS í aðferða/tölfræði og 26 ECTS í ýmsum líffræðigreinum, s.s.líffærafræði, frumulífeðlisfræði og lífeðlisfræði.

Hafi nemandi ekki tilskilinn undirbúning eru ýmis námskeið í boði í deildum Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri sem gætu hentað. Þar má nefna:

Í sál/félagsfræði:

  • Hjúkrunarfræðideild HÍ, Sálfræðideild HÍ og HA
  • Félagsfræðideild og Félagsráðgjafadeild Félagsvísindasviðs HÍ, Félagsvísindadeild HA

Í aðferða/tölfræði: 

  • Félagsfræðideild og Félagsráðgjafadeild Félagsvísindasviðs HÍ, Félagsvísindadeild HA

Í líffræðigreinum: s.s.líffærafræði, frumulífeðlisfræði og lífeðlisfræði

  • Hjúkrunarfræði HÍ og HA, haustmisseri 1. árs
  • Lífeindafræði HÍ, Geislafræði HÍ