
Hjúkrunarfræði, sérsvið dipl.
Viðbótardiplóma
Langar þig að öðlast sérhæfingu í hjúkrun? Hjúkrunarfræðideild býður upp á spennandi diplómanám á ýmsum sérsviðum hjúkrunar.

Um námið
Hjúkrunarfræðideild býður upp á 30 - 90 eininga diplómanám á MS-stigi á ýmsum sérsviðum hjúkrunar.
Námið tekur um eitt til tvö ár.
Nemendur geta fengið hluta af diplómanámi sínu metið inn í meistaranám í samræmi við önnur inntökuskilyrði.

Sérsvið hjúkrunar í boði haust 2021
Tekið verður inn í eftirfarandi diplómaleiðir:
- Krabbameinshjúkrun (30e)
- Hjúkrun langveikra (30e)
- Hjúkrunarstjórnun: rekstur og mannauðsstjórnun (32e)
- Hjúkrunarstjórnun: forysta og verkefnastjórnun (32e)
- Öldrunar- og heimahjúkrun
- Þverfræðilegt diplómanám í kynfræði
Til að innritast í námið þarf umsækjandi að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði eða öðru samsvarandi prófi og vera handhafi hjúkrunarleyfis á Íslandi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri enskukunnáttu. Heimilt er að gera forkröfu um að umsækjandi hafi allt að tveggja ára starfsreynslu í hjúkrun. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði.