Skip to main content

Hjúkrunarfræði, rannsóknaþjálfun

Hjúkrunarfræði, rannsóknaþjálfun

120 einingar - MS gráða

. . .

Viltu auka færni þína í rannsóknastörfum og vísindalegum vinnubrögðum? Kynntu þér meistaranám í hjúkrunarfræði. Ef þú ert með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi getur þú fengið allt að 30 einingar metnar í MS-námið.

Um námið

MS-nám í hjúkrunarfræði - rannsóknaþjálfun (120e) felur í sér:

  • Skyldunámskeið (24e)
  • Valnámskeið tengd sérsviði (6e)
  • Meistaraverkefni (60e)

Umsækjendur með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi geta fengið allt að 30e metnar.

Fullt nám tekur eitt og hálft ár en algengt er að stunda hlutanám með vinnu. 

Viltu stunda rannsóknir?

Markmið námsins er að efla fræðilega þekkingu á ákveðnu sérsviði hjúkrunar, veita þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og auka færni í rannsóknastörfum og þróunarverkefnum.

Möguleikar eru á þátttöku í spennandi klínískum rannsóknum með helstu fræðimönnum landsins í hjúkrunarfræði.

Ath. við umsókn þarf að vera búið að semja við væntanlegan leiðbeinanda.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjandi um meistaranám við Hjúkrunarfræðideild þarf að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði í MS-nám í hjúkrunarfræði. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Yousef Ingi Tamimi
Yousef Ingi Tamimi
MS í hjúkrunarfræði

Ég ákvað að skrá mig í MS-nám, rannsóknaleið, samhliða svæfingahjúkrun sem viðbótardiplóma. Hæfni mín sem klínískur hjúkrunarfræðingur hefur aukist töluvert og fræðilega þekkingin sem ég fæ úr MS-námi hefur hjálpað mikið við að skilja betur hjúkrunarfræðina sem fræðigrein. Námið gerir mér enn betur kleift að skoða með gagrýnum augum þær aðferðir og meðferðir sem við beitum. Það kom á óvart hve gaman ég hef haft af rannsóknarvinnu og því þverfaglega samstarfi sem ég hef tekið þátt í. Dyggur stuðningur leiðbeinenda minna hefur hjálpað verulega við að gera námið skemmtilegt og áhugavert sem og kennarar deildarinnar eru ávallt tilbúnir að aðstoða og eiga umræður um rannsóknaverkefnin.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Að loknu MS-námi í rannsóknaþjálfun getur nemandi:

  • Haft frumkvæði að, skipulagt og leitt verkefni byggð á gagnreyndum starfsháttum á sínu sérsviði.
  • Skilgreint rannsókaviðfangsefni, sett fram rannsóknaráætlun og verið leiðandi í framkvæmd og úrvinnslu rannsókna.
  • Tekist á við doktorsnám, þar sem hann hefur öðlast nauðsynlega hæfni, gagnrýna hugsun og sjálfstæð vinnubrögð.
     
Texti hægra megin 

Framhaldsnám

MS-nám í rannsóknaþjálfun opnar möguleika á frekari rannsóknum og doktorsnámi. Sjá nánari upplýsingar um doktorsnám.

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, Eiríksgötu 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14