Hjúkrunarfræði, rannsóknaþjálfun | Háskóli Íslands Skip to main content

Hjúkrunarfræði, rannsóknaþjálfun

Hjúkrunarfræði, rannsóknaþjálfun

120 einingar - MS gráða

. . .

Viltu auka færni þína í rannsóknastörfum og vísindalegum vinnubrögðum? Kynntu þér meistaranám í hjúkrunarfræði. Ef þú ert með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi getur þú fengið allt að 30 einingar metnar í MS-námið.

Um námið

MS-nám í hjúkrunarfræði - rannsóknaþjálfun (120e) felur í sér:

  • Skyldunámskeið (24e)
  • Valnámskeið tengd sérsviði (6e)
  • Meistaraverkefni (60e)

Umsækjendur með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi geta fengið allt að 30e metnar.

Fullt nám tekur eitt og hálft ár en algengt er að stunda hlutanám með vinnu.

Markmið námsins er að efla fræðilega þekkingu á ákveðnu sérsviði hjúkrunar, þjálfa hjúkrunarfræðinga í vísindalegum vinnubrögðum og auka færni þeirra í rannsóknastörfum og þróunarverkefnum.

Þegar sótt er um námið þarf að vera búið að semja við væntanlegan leiðbeinanda.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjandi um meistaranám við Hjúkrunarfræðideild þarf að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði í MS-nám í hjúkrunarfræði. 

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, Eiríksgötu 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 10 - 15