
Hjúkrunarfræði, rannsóknaþjálfun
120 einingar - MS gráða
Viltu auka færni þína í rannsóknastörfum og vísindalegum vinnubrögðum? Kynntu þér meistaranám í hjúkrunarfræði. Ef þú ert með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi getur þú fengið allt að 30 einingar metnar í MS-námið.

Um námið
MS-nám í hjúkrunarfræði - rannsóknaþjálfun (120e) felur í sér:
- Skyldunámskeið (24e)
- Valnámskeið tengd sérsviði (6e)
- Meistaraverkefni (60e)
Umsækjendur með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi geta fengið allt að 30e metnar.
Fullt nám tekur eitt og hálft ár en algengt er að stunda hlutanám með vinnu.

Viltu stunda rannsóknir?
Markmið námsins er að efla fræðilega þekkingu á ákveðnu sérsviði hjúkrunar, veita þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum og auka færni í rannsóknastörfum og þróunarverkefnum.
Möguleikar eru á þátttöku í spennandi klínískum rannsóknum með helstu fræðimönnum landsins í hjúkrunarfræði.
Ath. við umsókn þarf að vera búið að semja við væntanlegan leiðbeinanda.
Umsækjandi um meistaranám við Hjúkrunarfræðideild þarf að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði í MS-nám í hjúkrunarfræði.