Hjúkrunarfræði - önnur háskólagráða | Háskóli Íslands Skip to main content

Hjúkrunarfræði - önnur háskólagráða

Hjúkrunarfræði - önnur háskólagráða

180 einingar - BS gráða

. . .

Langar þig að breyta um starfsvettvang og gerast hjúkrunarfræðingur? Viltu vinna náið með fólki og hlúa að heilsu þess og líðan? Hefurðu áhuga á fjölbreyttu, krefjandi og gefandi starfi? Þá ættir þú að skoða hjúkrunarfræðinám fyrir fólk með aðra háskólagráðu.

Um námið

Þetta er tveggja ára nám, 11 mánuðir hvort námsár eða 22 mánuðir alls. Nemendur bæta einnig við sig klínískum námsstundum sem nema allt að fjórum mánuðum til að uppfylla viðmið tilskipunar um lengd klínísks náms.  

Kennslan fer fram með:

 • fyrirlestrum
 • umræðutímum
 • færnibúðum
 • verklegum æfingum
 • verkefnavinnu og dæmatímum
 • klínísku námi á heilbrigðisstofnunum

Fyrir hvern?

Námsleiðin er fyrir þá sem hafa lokið öðru háskólanámi (BA, BS, BEd) og vilja krefjandi nám og hraða yfirferð.

Nemendur þurfa að hafa lokið ákveðnum fjölda eininga í aðferðafræði (4e), tölfræði (4e), félags- og sálfræði (6e) og líffræðigreinum (26e). 

Þeir sem ekki hafa lokið ofangreindum einingum geta farið í forkröfunám til undirbúnings. 

Sjá algengar spurningar.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Nemandi skal hafi lokið BA-, BS- eða BEd-prófi með lágmarkseinkunninni 6,5. Hann skal jafnframt hafa lokið sem svarar 8 einingum í aðferðafræði/tölfræði, 6 einingum í félags- eða sálfræðigreinum og 26 einingum í líffræðigreinum samkvæmt nánari ákvörðun deildar.

Þeir sem ekki hafa lokið ofangreindum einingum geta sótt um forkröfunámskeið til undirbúnings fyrir námið. 

Fjöldi nýrra nemenda takmarkast að lágmarki við töluna 15 og að hámarki við töluna 20

Nánari um inntökuskilyrðin í kennsluskrá.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

BS-nám í hjúkrunarfræði veitir rétt til þess að sækja um starfsleyfi hjúkrunarfræðings auk þess opnar BS-námið leiðir að margs konar framhaldsnámi. 

Útskrifaðir nemendur hjúkrunarfræðideildar eru eftirsóttir starfsmenn um allan heim. 

Samkvæmt flokkun Shanghai Rankings (ARWU) raðast hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum. 

Mikil eftirspurn er hérlendis eftir hjúkrunarfræðingum. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

Hjúkrunarfræðingar starfa á fjölbreyttum vettvangi atvinnulífsins og tækifærin til fjölbreyttra starfa eru víðsvegar hjá fyrirtækjum og stofnunum. 

Dæmi um það sem hjúkrunarfræðingar starfa við: 

 • Sjúkrahús
 • Heilsugæsla
 • Geðvernd
 • Endurhæfing
 • Fræðsla og forvarnir
 • Hjálparstarf
   

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Verkefnastjóri námsleiðarinnar er Arnheiður Sigurðardóttir
Umsjón með náminu hefur Ásta Thoroddsen, prófessor