Skip to main content

Hjúkrunarfræði, klínísk sérsvið

Hjúkrunarfræði, klínísk sérsvið

120 einingar - MS gráða

. . .

Viltu öðlast klíníska sérhæfingu í hjúkrun? Kynntu þér í meistaranám í hjúkrunarfræði.  Ef þú ert með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi getur þú fengið allt að 30 einingar metnar í MS-námið.

Um námið

MS-nám í hjúkrunarfræði - klínísk sérhæfing á sérsviðum hjúkrunar (120e) felur í sér:

 • Skyldunámskeið (32 - 48e)
 • Valnámskeið (12e)
 • Meistaraverkefni (30e)

Umsækjendur með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi geta fengið allt að 30e metnar.

Fullt nám tekur eitt og hálft ár en algengt er að stunda hlutanám með vinnu.

Kynningarefni um námið.

.

Kjörsvið

 • Gjörgæsluhjúkrun
 • Hjúkrun aðgerðasjúklinga
 • Bráðahjúkrun
 • Hjúkrun langveikra
 • Öldrunarhjúkrun
 • Heimahjúkrun
 • Svæfingahjúkrun
 • Skurðhjúkrun
 • Barnahjúkrun
 • Geðhjúkrun
 • Heilsugæsluhjúkrun
 • Önnur klínísk sérhæfing 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjandi um meistaranám við Hjúkrunarfræðideild þarf að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi og hafa íslenskt hjúkrunarleyfi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði í MS-nám í hjúkrunarfræði. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Thelma Björk Árnadóttir
Thelma Björk Árnadóttir
MS-nemi í heilsugæsluhjúkrun

Þegar hugurinn fór að reika í frekara nám lá beinast við að velja  meistaranám í heilsugæsluhjúkrun því mig langaði að öðlast dýpri þekkingu og fræðilega færni til að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Námið er krefjandi en jafnframt fjölbreytt og skemmtilegt. Áhugaverðast var að sjá hversu flott hjúkrun er sem fræðigrein.

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14