
Heimspekikennsla
MA gráða
Nám í heimspekikennslu til MA-prófs veitir fræðilega og hagnýta þjálfun og býr nemendur undir rannsóknir, kennslu og námsstjórn í kennslugrein sinni á framhaldsskólastigi.

Um námið
Námið er skipulagt í samvinnu við Menntavísindasvið sem sér um námskeið í uppeldis- og kennslufræðum. Nám í heimspekikennslu til MA-prófs veitir fræðilega og hagnýta þjálfun og býr nemendur undir rannsóknir, kennslu og námsstjórn í kennslugrein sinni á framhaldsskólastigi. Unnt er að sækja um starfsréttindi sem framhaldsskólakennari að námi loknu.
Umsækjendur um þessa námsleið athugið:
Á rafrænu umsóknareyðublaði skal velja Menntun framhaldsskólakennara, MA, 120 einingar, og kjörsviðið heimspekikennsla.
Stúdent sem lokið hefur BA-prófi í heimspeki með fyrstu einkunn frá viðurkenndum háskóla getur sótt um að innritast í nám til MA-prófs í heimspekikennslu. Stúdent skal hafa lokið minnst 120e á BA-stigi í þeirri grein sem hann hyggst innritast í til MA-prófs.