Heilsuefling og heimilisfræði, MT | Háskóli Íslands Skip to main content

Heilsuefling og heimilisfræði, MT

Heilsuefling og heimilisfræði

120 einingar - MT gráða

. . .

Ef þú hefur áhuga á mat, heilsu og vellíðan þá gæti meistaranám í heilsueflingu og heimilisfræði verið fyrir þig. Boðið er upp á grunnskólakennaranám þar sem nemendur sérhæfa sig í faggreininni heimilisfræði samhliða því að byggja upp traustan grunn í heilsueflingu í skólastarfi. Námið veitir leyfisbréf til að starfa í grunnskóla.

Um námið

Í náminu er lögð áhersla á allt lífshlaupið og dæmi um viðfangsefni eru matreiðsla, líkamsvirðing, heilsulæsi, hreyfing, fæðuval, sjálfbærni, fjölmiðlar og heilsuefling. Námið er fyrst og fremst ætlað þeim sem vilja verða heimilisfræðikennarar í grunnskólum. 

Nýr valkostur í kennaranámi

Frá og með haustmisseri 2020 verður boðið upp á MT-námsleiðir fyrir þá sem stefna á kennaranám. Þessar námsleiðir fela það í sér að nemandi getur tekið kennslufræðitengd námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Rétt til inngöngu á þessa námsleið hafa þeir sem lokið hafa B.Ed.-prófi eða BA-/BS-prófi af skyldum fagsviðum. Að jafnaði er miðað við að nemendur hafi lokið prófi með fyrstu einkunn (7,25).

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Námsbrautinni er ætlað að mennta heimilisfræðikennara sem sérfræðinga í heilsueflingu og heimilisfræðikennslu. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nema fyrir heimilisfræðikennslu í grunnskóla og samstarf kennara þar sem viðkomandi getur tekið að sér leiðtogahlutverk í heilsueflingu innan skólans og víðar í samfélaginu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla í heimilisfræði í grunnskóla
  • Leiðtogahlutvek í heilsueflingu
  • Sérfræðistörf í menntakerfinu

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Almennum fyrirspurnum skal beint til kennsluskrifstofu.

Fyrirspurnum til deildarinnar og um námið í deildinni skal beint til deildarstjóra, Sigurlaugu Maríu Hreinsdóttur (525 5981, sigurlaug[hja]hi.is).