Heilsuefling og heimilisfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Heilsuefling og heimilisfræði

Heilsuefling og heimilisfræði

120 einingar - M.Ed. gráða

. . .

Ef þú hefur áhuga á mat, heilsu og vellíðan þá gæti meistaranám í heilsueflingu og heimilisfræði verið fyrir þig. Boðið er upp á grunnskólakennaranám þar sem nemendur sérhæfa sig í faggreininni heimilisfræði samhliða því að byggja upp traustan grunn í heilsueflingu í skólastarfi. Námið veitir leyfisbréf til að starfa í grunnskóla.

Um námið

Heilsuefling og heimilisfræði er tveggja ára 120 eininga nám til M.Ed-gráðu. Í náminu er lögð áhersla á allt lífshlaupið og dæmi um viðfangsefni eru matreiðsla, líkamsvirðing, heilsulæsi, hreyfing, fæðuval, sjálfbærni, fjölmiðlar og heilsuefling. Námið er fyrst og fremst ætlað þeim sem vilja verða heimilisfræðikennarar í grunnskólum.

Aukin sérhæfing ― fjölbreytt verkefni

Í náminu er unnt að auka sérhæfingu með vali viðfangsefnis í lokaverkefni. Oft eru lokaverkefni rannsóknamiðuð þótt þau geti einnig falið í sér námsefnisgerð, matsverkefni eða þróunarverkefni. Mikil þörf er á fleiri rannsóknum sem tengjast heimilisfræði og eru mörg sóknarfæri fólgin í því að byggja upp rannsóknir og kennslu í tengslum við mat, samfélag og líðan.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed.) með fyrstu einkunn (7,25).

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Námsbrautinni er ætlað að mennta heimilisfræðikennara sem sérfræðinga í heilsueflingu og heimilisfræðikennslu. Meginmarkmið námsins er að undirbúa nema fyrir heimilisfræðikennslu í grunnskóla og samstarf kennara þar sem viðkomandi getur tekið að sér leiðtogahlutverk í heilsueflingu innan skólans og víðar í samfélaginu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla í heimilisfræði í grunnskóla
  • Leiðtogahlutvek í heilsueflingu
  • Sérfræðistörf í menntakerfinu

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Elínar Jónu Þórsdóttur deildarstjóra

Sími 525 5912
elinjona@hi.is

Netspjall