
Heilbrigðisvísindi
120 einingar - MS gráða
Viltu stunda rannsóknir í heilbrigðisvísindum? Hefur þú áhuga á nýsköpun og þverfaglegri nálgun? Viltu auka færni þína í rannsóknastörfum og vísindalegum vinnubrögðum? Kynntu þér spennandi framhaldsnám í heilbrigðisvísindum.

Um námið
MS-nám í heilbrigðisvísindum er tveggja ára þverfaglegt, rannsóknatengt, fræðilegt og verklegt framhaldsnám. Námið byggir á samvinnu deilda sviðsins.
Námið skiptist í 30e eða 60e námskeið og meistaraverkefni (60e eða 90e).
Markmið námsins er að undirbúa nemendur til starfa í þjóðfélaginu sem hafa þekkingu, leikni og hæfni í aðferðum heilbrigðisvísinda.

Fyrir hverja?
Þau sem hafa ekki grunnpróf úr greininni. Til dæmis:
- Nema af Heilbrigðisvísindasviði sem vilja stunda framhaldsnám í nýrri grein eða með þverfaglega nálgun.
- Nema með aðra BA/BS-gráðu sem hafa áhuga á rannsóknum í heilbrigðisvísindum.
Mestu máli skiptir að hafa hugmynd um lokaverkefni sem umsjónarkennari á sviðinu getur tekið að sér.
Nemandi skal hafa lokið grunnnámi, BA/BS/B.Ed.-prófi, með lágmarkseinkunn 6,5 frá Háskóla Íslands eða öðrum háskóla.