Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

Nám í tannlæknisfræði hefur það að meginmarkmiði að mennta nemendur í tann- og munnvísindum og stuðla þannig að bættri munn- og tannheilsu þjóðarinnar. 

Skipulag námsins

Nám í tannlæknisfræði tekur 6 ár (360e) og lýkur með kandidatsprófi í tannlækningum (cand.odont-próf).  Fyrstu tvö árin í náminu eru að mestu helguð grunngreinum læknis- og tannlæknisfræði, s.s. efna-, bit-, röntgen-, erfða-, líffæra-, lífefna- og meinafræði. Á þriðja árinu er lögð áhersla á verklegar æfingar og á síðustu tveimur árunum er megináherslan á vinnu með sjúklinga sem fram fer á tannlækningastofu deildarinnar þar sem verk- og bóknám er tvinnað saman.

Nemendur verða að taka þátt í öllum verklegum æfingum og standa skil á verkefnum.

Tannlæknisfræði er einungis hægt að stunda sem aðalgrein. 

Sjá nánari upplýsingar um samsetningu náms í tannlæknisfræði í kennsluskrá HÍ.

Samkeppnispróf

Samkeppnispróf eru haldin í desember í lok fyrsta misseris og öðlast átta efstu nemendurnir, sem náð hafa tilskildum lágmarkseinkunnum, rétt til áframhaldandi náms.

Skoða reglur um samkeppnispróf í Tannlæknadeild.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.