Sagan | Háskóli Íslands Skip to main content

Sagan

Sálfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá stofnun skólans árið 1911. Upphaflega var sálfræði kennd sem hluti svonefndra forspjallsvísinda í Heimspekideild en árin 1918-1924 var starfandi prófessor í hagnýtri sálfræði við skólann.

Sálfræðikennsla til bakkalár-prófs hófst við skólann árið 1971 en kandídatsnámi var hleypt af stokkunum árið 1999. Með því var loks hægt að ljúka fullgildu prófi sálfræðings frá íslenskum háskóla.

Sálfræðideild var stofnuð 1. júlí 2008. Fyrsti deildarforsetinn var Jörgen L. Pind og varaforseti Árni Kristjánsson. 

Áhuga- og rannsóknasvið fastráðinna kennara deildarinnar spanna flest svið sálfræðinnar, svo sem aðferðafræði og tölfræði, atferlisgreiningu, félagslega sálfræði, hugfræði, klíníska sálfræði (bæði barna og fullorðinna), persónuleikasálfræði, próffræði, skynjunarsálfræði, vinnusálfræði, þroskasálfræði auk sögu sálfræðinnar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.